01.03.2019 00:00

225. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 01.03.2019, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson

Starfsmenn: Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 260 (2019010328)

Lögð fram til kynningar fundargerð 260. fundar, dagsett , 14. febrúar 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 10 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar. Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerðina

2. Húseining ehf. - Umsókn um lóðir (2019020379)

Húseining ehf. óska eftir landsvæði til þess að skipuleggja undir allt að 100 minni einbýlishús.

Það landsvæði sem hér um ræðir hefur Reykjanesbær þegar hafið deiliskipulagningu á. Erindi hafnað.

3. Unnardalur 1-23 - Fyrirspurn (2019020383)

Bjarkardalur ehf. óskar með bréfi dagsett 5. febrúar 2019 eftir heimild til þess að fjölga íbúðum að Unnardal 1-23 úr 24 íbúðum í 36 íbúðir, stytta fjarlægð frá lóðamörkum til norðurs og suðurs úr 4m í 3m og færa bílastæðakröfu niður í 1,6 á íbúð úr 2 stæði á íbúð. Skilmálar verði til samræmis við breytt skipulag Trönudals 1-15.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

4. Víðidalur 5 - Fyrirspurn (2019020388)

Lóðarhafi á Víðidal 5, Ásta Mjöll Þorsteinsdóttir óskar heimildar til að færa byggingareit um metir til suðurs.

Um lítilsháttar breytingar er að ræða. Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

5. DRE-045 við Aðalgötu 60 - Fyrirspurn (2019020389)

HS Veitur hf. óskar heimildar til að taka úr lóð Aðalgötu 60 fyrir dreifistöð. Samráð hefur verið haft við lóðarhafa.

Samþykkt.

6. Hafnargata 36 - Fyrirspurn (2019020392)

Guðbjörn Sigurjónsson leggur fram fyrirspurn um breytta nýtingu á jarðhæð Hafnargötu 36.

Hugmyndin samræmist skilmálum aðalskipulags um miðsvæði.

7. Vesturgata 8 - Fyrirspurn (2019020392)

Valgeir Ásgeirsson sækir um breytingar á Vesturgötu 8. Breytingar innanhús og að koma fyrir glugga á vesturhlið.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

8. Hringbraut 96 - Fyrirspurn um viðbyggingu (2018080096)

Kothamoly Aliyampurath P. Nair og Neetu Praseed óska heimildar til að byggja við hús sitt að Hringbraut 96 með því að stækka anddyri og forstofuherbergi en einnig að byggja yfir útitröppur. Óskað er eftir frekari stækkun en afgreidd var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags 13.08.2018.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda og að fyrir liggi meðeigenda samþykki.

9. Framkvæmdaleyfi vegna fjarskiptalagna að Sjónarhóli (2019020406)

Míla ehf. óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna fjarskiptalagna að Sjónarhóli.

Samþykkt.

10. Birkiteigur 1 - Fyrirspurn um garðhýsi (2018120163)

Lagt er fram erindi öðru sinni vegna erindis um heimild til að byggja geymsluskúr á lóð. Erindinu var hafnað á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags 17.12.2018, en er nú lagt fram aftur, minna að umfangi og staðsetningu breytt.

Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

11. Flugvellir 14 - Fyrirspurn (2018110070)

Kolmúli ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi Flugvelli 14 um breyttan þakhalla, starfssemi í húsnæði og nýtingu lóðar. Einnig aðkomu inn á lóð. Erindið var lagt fyrir fund umhverfis- og skipulagsrás, dags 09.11.2018 en hafnað. Erindi lagt fyrir öðru sinni með nánari röksemdum.

Hafnað. Vísað í afgreiðslu 219. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 9. nóvember 2018.

12. Heiðarholt - Fyrirspurn um stækkun á lóð (2019020349)

Lovísa Ó. Erlendsdóttir og Hallvarður Þ. Jónsson óska eftir lóðastækkun um 4m til suðurs.

Hafnað.

13. Aðgerðaráætlun gegn hávaða (2018-2023) (2019020400)

Lagt fram til umræðu.

Samþykkt.

14. Bogatröð 9 - Lóðarumsókn (2019020401)

Alda fasteignafélag ehf. sækir um lóðina Bogatröð 9.

Úthlutun samþykkt.

15. Brekadalur 61 - Lóðarumsókn (2019020280)

Marinó Gunnarsson sækir um lóðina Brekadalur 61.

Úthlutun samþykkt.

16. Brekadalur 59 - Lóðarumsókn (2019020279)

Marinó Gunnarsson sækir um lóðina Brekadalur 59.

Fallið er frá umsókn að ósk umsækjanda þar sem umsókn um Brekadal 61 var samþykkt.

17. Brekadalur 59 - Lóðarumsókn (2019020402)

BT4 ehf. sækir um lóðina Brekadalur 59.

Úthlutun samþykkt.

18. Brekadalur 65 - Lóðarumsókn (2019020407)

Rostislav Tcaciuc sækir um lóðina Brekadalur 65.

Úthlutun samþykkt.

19. Seljudalur 1 - Lóðarumsókn (2019020285)

Hilmar Örn Arnórsson sækir um lóðina Seljudalur 1.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

20. Seljudalur 1 - Lóðarumsókn (2019020352)

Xinxin Chai sækir um lóðina Seljudalur 1.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint verður frá niðurstöðum á næsta fundi.

21. Starfsáætlun umhverfissviðs 2019 - (2019010121)

Lögð fram.

22. Ársskýrsla umhverfissviðs 2018 (2019020134)

Lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. mars 2019.