15.03.2019 00:00

226. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 15.03.2019 kl. 08:15.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Jón Már Sverrisson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson

Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Sigmundur Eyþórsson tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 261 og kynning á byggingagátt (2019010328)

Lögð fram til kynningar fundargerð 261. fundar, dagsett , 7. mars 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar. Með því að smella á þennan tengil má lesa fundargerðina

Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi kynnti byggingargátt fyrir Umhverfis- og skipulagsráði. 

2. Hótel Grásteinn - Niðurstaða grenndarkynningar (2019010117)

Grenndarkynningu er lokið. Ein athugasemd barst. Nágranni hefur áhyggjur af að tækjabúnaður sinn rekist í bygginguna. Umsækjandi hefur upplýst að komið verði fyrir kanti við lóðamörk svo tæki nágranna renni ekki í hálku á bygginguna.

Erindi samþykkt.

3. Flugvellir 2 og 4 - Sameining lóða (2019030147)

Brimborg ehf. er lóðarhafi að þessum samliggjandi lóðum og óskar eftir sameiningu lóðanna.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

4. Bjarkardalur 21-31 - Fjölgun íbúða (2017100051)

Ástríkur ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir 6 íbúðum í þremur tvíbýlishúsum þannig að í stað tvíbýlishúsa komi fjölbýli með 6 íbúðum svo íbúðum fjölgar í 18. Gert verði ráð fyrir 12 bílastæðum. Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs þann 10.10.2017 var samþykkt að senda í grenndarkynningu deiliskipulagsbreytingu þar sem tvíbýlishúsum var breytt í fjögurra íbúða fjölbýlishús svo íbúðum fjölgaði úr 6 í 12.

Umhverfis- og skipulagsráð hafnar svo mikilli fjölgun íbúða og bílastæðahlutfall sem er innan við eitt stæði á íbúð er óásættanlegt. Þar sem meira en ár er liðið síðan heimild var síðast veitt fyrir grenndarkynningu er sú heimild felld úr gildi.

5. Hafnagata 31b - Byggingarleyfi (2019030016)

Þórunn Sveinsdóttir óskar heimildar til að koma fyrir byggingu á lóðinni Hafnagötu 31b Höfnum en húsið stóð áður við Suðurgötu 19. Húsið hafði verið fjarlægt af lóðinni fyrir nokkrum árum.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda og það er veitt heimild samkvæmt 44. gr. 3. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010 að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

6. Hafnagata 31b - Ósk um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum (2019030154)

Þórunn Sveinsdóttir óskar eftir niðurfellingu á gatnagerðargjöldum fyrir Hafnargötu 31b Höfnum.

Erindi vísað til bæjarráðs.

7. Hafnarbakki 7 - Fyrirspurn (2019030161)

SA teiknistofa fyrir hönd lóðarhafa óskar eftir heimild til að koma fyrir skemmu á gömlum sökkli á suðurhluta lóðar og skipta upp lóðinni og á hinn lóðarhlutinn milli Sjávargötu 14 og 18 verði byggt tvíbýlishús í samræmi við uppdrætti dags 7. mars 2019.

Umhverfis- og skipulagsráð fagnar áhuga um uppbyggingu á svæðinu. Fyrirhugað er að fara í deiliskipulag á svæðinu og því er erindi frestað.

8. Hafnarbakki 5 - Sameining lóða (2019030171)

Lóðarhafi Reykjaneshöfn óskar eftir sameiningu samliggjandi lóða við Hafnarbakka 3 og 5.

Erindi frestað.

9. Hótel Keilir - Fyrirspurn um stækkun (2017060127)

Hótel Keilir ehf. leggur inn fyrirspurn um stækkun hótels með viðbyggingu austanmegin, sem verði alls 6 hæðir með 44 herbergjum. Undirgöngum frá Hafnargötu verði lokað og komið yrði fyrir lyftu. Einnig er óskað eftir lóðarstækkun. Erindi var tekið fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 26. október 2018 en frestað og óskað eftir nánari gögnum sem nú hafa verið lögð fram á uppdráttum dags 8. mars 2019.

Nánari gagna er þörf. Gera þarf enn betur grein fyrir aðgengi. Erindi frestað.

10. Brekadalur 67 - Fyrirspurn (2018050041)

Lóðarhafi Árni Sigfússon óskar eftir að stækka skyggni austan megin við húsbygginguna að Brekadal 67. Um er að ræða efstu bygginguna við Brekadal. 7 metrar eru frá húshlið að austan og að lóðarmörkum. Skyggnið framlengdist frá skyggni á austurhlið en er 100 cm innan við götulínu byggingar. Það gengi 4,5 metra til austurs að sorptunnu/geymslu. Sjá mynd. Verði fyrirspurn vel tekið, mun arkitektinn fullgera teikningu í þessa veru. Fordæmi um leyfi fyrir slík skyggni eða yfirbyggðum hluta utan deiliskipulagða grunnlínu húss eru m.a. nú þegar við Brekadal 13 (mun stærra) og nr. 57 Þar sem húsið er austasta hús í Brekadal (göngustígur austan megin en engin lóð) og skyggnisbreytingin er einmitt austan við húsið, þá verður ekki séð að breytingin varði hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda.

Samþykkt að senda erindið í grenndarkynningu.

11. Seljudalur 1 - Niðurstaða hlutkestis (2019020285)

Hlutkesti fór fram þann 8. mars þar sem umsækjandi Hilmar Örn Arnórsson var hlutskarpari

Lóðaúthlutun samþykkt til Hilmars Arnar Arnórssonar.

12. Leirdalur 36 - Lóðarumsókn (2019030026)

Jóhannes Bjarni Bjarnason sækir um lóðina Leirdalur 36.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

13. Leirdalur 36 - Lóðarumsókn (2019030162)

Arnar Þór Smárason sækir um lóðina Leirdalur 36.

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina, mun hlutkesti fara fram milli umsóknaraðila. Sviðsstjóra falið að sjá um hlutkestið og bjóða umsóknaraðilum að vera viðstaddir. Greint frá niðurstöðum á næsta fundi.

14. Rekstur hótela og gistirýma (2019010346)

Bæjarstjórn vísar málinu til Umhverfis- og skipulagsráðs.

Frestað.

15. Ársskýrsla umhverfissviðs 2018 (2019020134)

Lagt fram.

16. Starfsáætlun umhverfissviðs 2019 - (2019010121)

Lagt fram.

17. Mælaborð sviðsstjóra - Uppgjör 2018 (2019020134)

Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. mars 2019.