03.05.2019 00:00

229. fundur Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 3. maí 2019 kl. 08:15.

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.

Starfsmenn: Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Helguvík - Breyting á deiliskipulagi (2018100079)

Stakksberg leggur fram tillögu um að deiliskipulagsbreytingar verði auglýstar í tvennu lagi, leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi til auglýsingar með bréfi dags 12. apríl 2019. Breytingin staðfestir þegar orðnar breytingar og eru lágmarks lagfæringar á deiliskipulaginu í samræmi við tilmæli Skipulagstofnunar frá 12. maí 2017 og uppdrætti Verkís dags 10. apríl 2019. Óskað er heimildar til auglýsingar á deiliskipulagi.

Einnig eru lagðar fram umsagnir og andmæli vegna matslýsingar dagsett 30. janúar 2019 og samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 19. febrúar 2019.

Erindi frestað.

2. HS Orka - Breyting á deiliskipulagi (2019040362)

HS-Orka óskar eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi vegna hækkunar á skiljustöð og vegna lagna með bréfi dags 16. apríl og uppdrætti VSÓ ráðgjöf dags. 28.03.2019.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44.gr. skipulagslaga málsgrein 3.

3. Kirkjuvogur - Fyrirspurn (2019040357)

Stofnfiskur óskar eftir stækkun fiskeldisstöðvar um 900m2 í samræmi við framlagða uppdrætti Tækniþjónustu SÁ dags 12. ágúst 2015.

Frestað. Skýra þarf landeigendamál og áhrif á náttúruvernd.

4. Unnardalur 1-23 - Niðurstaða grenndarkynningar (2019020383)

Bjarkardalur ehf. óskar með bréfi dagsett 5. febrúar 2019 eftir heimild til þess að fjölga íbúðum að Unnardal 1-23 úr 24 íbúðum í 36 íbúðir, stytta fjarlægð frá lóðamörkum til norðurs og suðurs úr 4m í 3m og færa bílastæðakröfu niður í 1,6 á íbúð úr 2 stæði á íbúð. Skilmálar verði til samræmis við breytt skipulag Trönudals 1-15. Andmæli við breytingum á skipulagi lóða við Unnardal 1,3,5,7,9,11,13,15,17,19 og 21 bárust. Andmælin eru í sjö liðum með undirskriftalista tuttugu nafna íbúa við Mardal og Hafdal. Svör við andmælum koma fram á minnisblaði skipulagsfulltrúa dags 12.04.2019.

Erindið er samþykkt.

5. Hafnagata 31b - Niðurstaða grenndarkynningar (2019030016)

Ein ábending barst varðandi umsóknina. Óskað var skýrari gagna vegna hæðarsetningar.

Staðfest hefur verið af umsækjanda að hugur er á lágmarks raski á landi og engum eða sem minnstum breytingum á legu lands við lóðamörk. Skipulagsfulltrúi hefur aflað gagna um hæðasetningu á lóð, gefið leiðbeiningar um hæðasetningu á húsi og bent á hlaðna garða sem ekki má hrófla við nema með heimild Minjastofnunar.

Erindið er samþykkt. Nánari útfærslur verði unnar með starfsfólki umhverfissviðs.

6. Skólavegur 18 - Niðurstaða grenndarkynningar (2019020161)

Guðni S. Sigurðsson f.h. eigenda Blue eignir ehf. óskar eftir að rífa núverandi bílskúr á lóð sinni við Skólaveg 18 og endurbyggja hann stærri. Bílskúrinn verði 85m2. Samþykkt var að senda erindið í grenndarkynningu. Ein mótmæli bárust þar sem mænishæð og þakgerð er mótmælt. Svör við andmælum koma fram á minnisblaði skipulagsfulltrúa dags 30.04.2019.

Erindi frestað, óskað verður eftir tillögu þar sem tekið verður tillit til athugasemda.

7. Umsögn Reykjanesbæjar um frummatsskýrslur vegna efnistöku Íslenskra Aðalverktaka í Rauðamel (2018040264)

Umsögn skipulagsfulltrúa um frummatsskýrslu vegna efnistöku í Rauðamel á Reykjanesi dags 8. febrúar 2019 fyrir hönd Reykjanesbæjar dags. 30. apríl 2019.

Samþykkt.

8. Umsögn Reykjanesbæjar um frummatsskýrslur vegna efnistöku Íslenskra Aðalverktaka úr Súlum og Stapafelli (2018040110)

Umsögn skipulagsfulltrúa um frummatsskýrslu vegna efnistöku úr Súlum og Stapafelli dags 7. febrúar 2019 fyrir hönd Reykjanesbæjar dags 30. apríl 2019.

Samþykkt.

9. Umsögn Reykjanesbæjar um breikkun Grindavíkurvegar (2018080100)

Umsögn skipulagsfulltrúa um tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu vegna breikkunar Grindavíkurvegar dags 11. mars 2019 fyrir hönd Reykjanesbæjar dags 30. apríl 2019

Samþykkt.

10. Brekadalur 61 - Lækkun á gólfkóta

Marinó Gunnarsson leggur inn fyrirspurn um breytingu á gólfkóta Brekadal 61. Land liggur lágt og óskað er eftir að aðlaga byggingu að því. Einnig er óskað breikkunar á byggingareit um 0,7m.

Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44.gr. skipulagslaga málsgrein 3.

11. Hamradalur 3 - Niðurstaða hlutkestis (2019040057)

Varpað var til hlutkestis og fór fram á skrifstofu skipulagsfulltrúa þar sem Rósella Billeskov Pétursdóttir var hlutskörpust.

Rósella Billeskov Pétursdóttir fær úthlutað lóðinni Hamradalur 3.

12. Fuglavík 41 - Lóðarumsókn (2019040363)

Icepole Car Rental ehf. sækir um lóðina Fuglavík 41.

Úthlutun samþykkt.

13. Selás 3 - Lóðarumsókn (2019040364)

Vigdís H. Viggósdóttir sækir um lóðina Selás 3.

Úthlutun samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. maí 2019.