237. fundur

18.10.2019 08:15

237. fundur umhverfis - og skipulagsráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 18. október 2019 kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson.
Starfsmenn: Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Maríanna H. Einarsdóttir tæknifulltrúi, Dóra Steinunn Jóhannsdóttir ritari.

1. Vinnuskólinn 2019 (2019100206)

Berglind Ásgeirsdóttir forstöðumaður vinnuskóla lagði fram skýrslu yfir starfsemi skólans.

Lagt fram.

Fylgigögn:

Skýrsla um starfsemi Vinnuskóla Reykjanesbæjar

2. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 273 (2019050554)

Lögð fram til kynningar fundargerð 273. fundar, dagsett 10. október 2019 með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og má finna á vef Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Fundargerð 273. fundar afgreiðslu- og samráðsfundar byggingarfulltrúa

3. Faxabraut 9 - Fyrirspurn (2019090368)

Fagriblakkur frá Keflavík ehf. óskar eftir að gera íbúðarrými í bílskúr við Faxabraut 9. Útlit verður óbreytt.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn:

Fyrirspurn - Faxabraut 9

4. Hafnargata 27 - Deiliskipulagstillaga (2019080249)

Fasteignasalan Ásberg ehf. leggur fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Hafnargata 27 með uppdráttum frá Unit ehf. dags. 04.10.2019 og óskar heimildar til að auglýsa tillöguna. Hafnargata 27a er fullbyggð og haft hefur verið samband við lóðarhafa Hafnargötu 25 en þar er ekki áhugi á deiliskipulagsvinnu.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn:

Tillaga að deiliskipulagi - Hafnargata 27

5. Fjölbrautaskóli Suðurnesja - Deiliskipulag (2019090479)

Fjölbrautaskóli Suðurnesja leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar skólans með uppdráttum frá Verkfræðistofu Suðurnesja, dags. 08.10.2019.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn:

Tillaga að deiliskipulagi - Fjölbrautaskóli Suðurnesja

6. Tunguvegur 6 - Fyrirspurn (2019090597)

Adrian Cybulski og Boguslaw Cybulski óska eftir að breyta bílskúr við Tunguveg 6 í íbúðarrými.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.

Fylgigögn:

Fyrirspurn - Tunguvegur 6

7. Stapabraut 21 - Auglýsingaskilti (2019070263)

Blue Mountain ehf. og Atlantsolía ehf. sækja um að setja upp LED auglýsingaskilti á lóðinni Stapabraut 21 við Reykjanesbraut með umsókn og uppdrætti dags. 20.06.2019. Gildandi deiliskipulag tilgreinir reit fyrir auglýsingaskilti. Sótt er um staðsetningu innan þess reits.

Erindi frestað. Málinu er vísað til umsagnar Vegagerðarinnar.

Fylgigögn:

Teikning - Stapabraut 21, skilti

8. Vatnsnes - Deiliskipulag (2019100209)

Fasteignaeigendur, landeigendur og lóðarhafar við Hrannargötu, Vatnsnesveg og Víkurbraut leggja fram sameiginlega ósk um gerð deiliskipulags sem markaður er í uppdráttum umsóknar dags. 02.10.2019. Samtals eru lóðirnar 16.758 m2 sem skipulagt verði sem íbúðasvæði með allt að 300 íbúðum.

Ráðið veitir heimild til þess að vinna deiliskipulagstillögu í samvinnu við skipulagsfulltrúa með þeim fyrirvara að aðalskipulag Reykjanesbæjar er í endurskoðun.

Fylgigögn:

Umsókn um leyfi til að deiliskipuleggja lóðir á Vatnsnesi

9. Melteigur 4 - Ósk um breytingu á götuheiti eignar (2019060466)

Sveinbjörn Sverrisson og Sigrún Sumarliðadóttir leggja fram beiðni með bréfi dagsett 11.10.2019 um endurskoðun ákvörðunar vegna umsóknar um breytt staðfang sem afgreidd var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 04.07.2019.

Að endurskoðuðu máli er fallist á að breyta staðfangi úr Melteigi í Aðalgötu. Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Melteigur 4 - beiðni um endurskoðun ákvörðunar

10. Mardalur 1-3 og 2-4 - Niðurstaða grenndarkynninga (2019080257)

Húseignir Leirdal ehf. óska eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Mardal 1-3 og 2-4. Í stað parhúsa á tveimur hæðum komi fjórar íbúðir í raðhúsum á einni hæð. Erindið fór í grenndarkynningu sem lauk 12. október s.l.

Tvær athugasemdir bárust. Því er andmælt að íbúðum verið fjölgað úr tveimur í fjórar í hvoru húsi, vegna þess að meiri umgangur verður við bakgarð aðliggjandi lóða og þar sem íbúðir verða minni er óttast um meira partístand þeim fylgjandi. Bent var á ónákvæmt orðalag í umsókn. Skrifað er að aðkoma sé um Sædal og Hafdal en ekki að aðkoma sé um Mardal.

Umgangur eykst væntanlega vegna fjölgunar íbúða, en þar sem lóðin er við enda götu er ólíklegt að það hafi áhrif á aðra íbúa götunnar. Stærð íbúða er áætluð um 90m2 sem ekki telst til smáíbúða. Svonefnt partístand ræðst af hugarfari heimilismanna og aðstæðum, en ekki stærð íbúða.

Aðkoma lóðanna er frá Mardal um Dalsbraut/Sædal og Dalsbraut/Hafdal. Ef það er vafi í orðalagi er það ágætlega skýrt með uppdrætti. Enda kemur ekkert fram í umsókn um það að óskað sé breytingu á aðkomu að lóð.

Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Mardalur 1-3 og 2-4 - deiliskipulagsbreyting

11. Stríðsminjar á Suðurnesjum (2019100210)

Skráning Eiríks Hermannssonar og Ragnheiðar Traustadóttur, Antikva ehf. á stríðsminjum á Suðurnesjum.

Lagt fram.

Fylgigögn:

Skráning stríðsminja á Suðurnesjum - skýrsla


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar þann 5. nóvember 2019.