03.04.2020 08:15

246. fundur Umhverfis - og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur, 3. apríl 2020, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsensson, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Samráðs og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr. 280 og 281 (2020010081)

Lagðar fram til kynningar fundargerð nr. 280, dagsett 12. mars í 7 liðum og fundargerð nr. 281, dagsett 30. mars í 9. liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Samráðs- og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr.280
Samráðs- og afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr.281

2. Deiliskipulag vegna nýrrar fráveituhreinsistöðvar (2019080273)

Óskað er heimildar til að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag og greinargerð með tilkynningu til ákvörðunar um matsskyldu.
Samþykkt.

Fylgigögn:

Skipulagslýsing
Tilkynning framkvæmdar

3. Tillaga að aðalskipulagi Grindavíkur 2018 – 2032 - Umsögn (2020021560)

Umsögn skipulagsfulltrúa fyrir hönd Reykjanesbæjar dags 20. mars 2020.

Ráðið samþykkir umsögnina.

Fylgigögn:

Umsögn - breyting á aðalskipulagi Grindavíkur

4. Dalsbraut 8 - Niðurstaða grenndarkynningar (2020010204)

Óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi. Íbúðum verði fjölgað úr 14-15 í 22. Húsið verði 3 hæðir í stað 2-3 hæða. Byggingarreitur stækki til suðurs og nýtingarhlutfall aukist um 40m2 vegna A-rýma og um 600m2 vegna B-rýma. Grenndarkynningu er lokið. Undirskriftarlisti með athugasemdum barst.
Mótmælt er auknu byggingamagni. Í raun er ekki verið að auka byggingamagn um meira en 40m2 vegna þess að á þeim tíma þegar deiliskipulagið var samþykkt og túlkað gengum tíðina voru B-rými ekki meðtalin. B- rými í þessu tilfelli eru svalir.
Mótmælt er að húsið sé fullar 3 hæðir en stallist ekki. Samkvæmt deiliskipulags skilmálum eru 3 hæðir heimilar. Einnig er heimilt er að húsið sé 2 hæðir eingöngu. Ekki er gerð krafa um stöllun.
Mótmælt er heildarfjölgun íbúða í hverfinu. Heildarfjölgun íbúða í Tjarnarhverfi, Dalshverfi I og II er um 180 íbúðir alls. Deiliskipulagið fyrir bæði hverfin gerir ráð fyrir 1490 íbúðum á um 170 ha sem gerir um 9 íbúðir/ha sem almennt er talið lágt hlutfall. Með öllum breytingum er hlutfallið komið í 10 íbúðir/ha sem er áfram lágt en í samræmi við stefnu sem sett er fram í aðalskipulagi 2015-2030 um þéttingu byggðar og nýtingu innviða.
Erindi samþykkt.

Fylgigögn:

Dalsbraut 8

5. Hlíðarhverfi - Deiliskipulag (2019120007)

Miðland leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir Hlíðarhverfi 2. áfanga. Óskað er heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.
Samþykkt er að auglýsa tillöguna og haldinn verði íbúafundur á auglýsingatíma.

Fylgigögn:

Hliðarhverfi - Greinargerð
Hlíðarhverfi - Deiliskipulagsuppdráttur

6. Dalshverfi III - Deiliskipulag (2019050472)

Lagður er fram uppdráttur Kanon arkitekta að deiliskipulagstillögu Dalshverfi 3. Áhersla er á þéttari byggð og lægra hlutfall sérbýla en í fyrri áföngum. Skipulagsfulltrúi óskar heimildar til að auglýsa tillöguna.
Erindi frestað.

7. Hafnir - Heimild til að vinna deiliskipulag á reit AT10 (2020030514)

Skipulagsfulltrúi fyrir hönd Reykjanesbæjar óskar heimildar til að láta vinna deiliskipulag fyrir athafnasvæðið AT10 austan Seljavogar í Höfnum.
Samþykkt er heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagi á AT10.

Fylgigögn:

Hafnir - heimild til að vinna deiliskipulag á reit AT10

8. Lerkidalur 9 - Fyrirspurn (2020030515)

Ævar Valgeirsson lóðarhafi óskar eftir að einbýlishúsalóðinni Lerkidalur 9 verði breytt í lóð fyrir tvíbýlishús.
Breyting samræmist ekki götumyndinni. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Lerkidalur 9 - Fyrirspurn

9. Furu- og Lerkidalur - Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi (2020030516)

Líba ehf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Furudal 9,11, 13, Lerkidal 1, 2 og 5 með uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja mars 2020.
Breyting samræmist ekki götumyndinni. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Furu- og Lerkidalur - Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

10. Þórustígur 9 - Lóðarstækkun (2019060064)

Lóðarhafar óska eftir lóðarstækkun. Samþykki meðeigenda, landeigenda og lóðarhafa Þórustígs 11 liggur fyrir.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Þórustígur 9 - Lóðarstækkun

11. Þórustígur 16 fyrirspurn (2020030517)

Sigurður H. Ólafsson óskar heimildar til að stækka íbúðarhús sitt.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Þórustígur 16 - Fyrirspurn

12. Slysagreining - Reykjanesbær (2019120216)

Lagt fram.

13. Brekadalur 55 - Niðurstaða hlutkestis (2020021471)

Þar sem fleiri aðilar sóttu um lóðina fór fram hlutkesti milli umsóknaraðila.
Niðurstaða hlutkestis er að Yingzi Shi er úthlutuð lóðin.

14. Einidalur 9 - Lóðarumsókn (2020030467)

Laufey Guðmunda Ómarsdóttir sækir um lóðina Einidalur 9.
Lóðaúthlutun samþykkt.

15. Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja 2020

Lagt fram.

16. Brekadalur 5 - Lóðarumsókn (2020030221)

Ívar Þórisson sækir um lóðina Brekadalur 5.
Lóðaúthlutun samþykkt.

17. Mælaborð sviðsstjóra (2020040004)

Lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. apríl 2020