247. fundur

17.04.2020 08:15

247. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 17. apríl 2020, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Dalshverfi II og III - Deiliskipulag (2019050472)

Lagður er fram uppdráttur og greinargerð Kanon arkitekta dags 30.03.2020 að deiliskipulagstillögu Dalshverfi 3. Áhersla er á þéttari byggð og lægra hlutfall sérbýla en í fyrri áföngum.
Einnig er lagður fram deiliskipulagsuppdráttur Kanon arkitekta dags 30.03.2020 fyrir Dalshverfi 2, breyting á skipulagsmörkum.
Skipulagsfulltrúi óskar heimildar til að auglýsa tillögurnar.

Málinu frestað.

2. Nesvellir - Breyting á deiliskipulagi (2020040156)

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Nesvalla vegna lóðanna Njarðarvellir 2 og Móavellir 1-13 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á hjúkrunarheimili um 60 ný hjúkrunarrými samkvæmt uppdrætti THG arkitekta dags 31.03.2020.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna og haldinn verði íbúafundur á auglýsingatíma.

Fylgigögn:

Nesvellir - deiliskipulag, tillaga að breyttu deiliskipulagi

3. Heimild umhverfis og skipulagsráðs til fullnaðarafgreiðslu í skipulagsmálum (2020040158)

Skipulagsfulltrúi óskar heimildar til að vinna með bæjarlögmanni tillögu að bæjarmálasamþykkt sem veitir umhverfis- og skipulagsráði heimild til fullnaðarafgreiðslu minniháttar skipulagsbreytinga s.s. grenndarkynninga og veitingu framkvæmdaleyfa sem ekki eru háð mati á umhverfisáhrifum.
Einnig að samþykkt bæjarstjórnar frá 17. janúar 2017 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa Reykjanesbæjar verði auglýst.

Samþykkt. Um er að ræða breytingar sem bæta þjónustu við íbúa bæjarins með aukinni skilvirkni.

4. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Bryndís Skúladóttir frá VSÓ Ráðgjöf mætti á fundinn og kynnti tillögu að nálgun, viðfangsefnum og markmiðum fyrir umhverfisstefnu Reykjanesbæjar.
Ráðið leggur til að tillögunum verði vísað í önnur ráð til álits og umfjöllunar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.55. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. apríl 2020.