20.05.2020 08:15

249. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll 20. maí 2020, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Kísilverksmiðja í Helguvík - Mat á umhverfisáhrifum - Frummatsskýrsla (2019051551)

Skipulagsstofnun hefur sent Reykjanesbæ beiðni um umsögn vegna skýrslunnar Kísilverksmiðja í Helguvík – endurbætur, Mat á umhverfisáhrifum, Frummatsskýrsla apríl 2020. Skýrsluhöfundar kynna innihald frummatsskýrslunnar.

Á fundinn mættu Þórður Magnússon, Þórður Ólafur Þórðarson frá Stakksbergi, Sveinn Óli Pálmarsson frá verkfræðistofunni Vatnaskil og Þórhildur Guðmundsdóttir frá Verkís sem kynntu frummatsskýrsluna og svöruðu spurningum ráðsmanna.

Fylgigögn:

Með því að smella hér til að opnast frummatsskýrslan

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. júní 2020.