02.10.2020 08:15

257. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn, 2. október 2020, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir sérfræðingur umhverfisviðs, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Afgreiðslu og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 291 (2020010081)

Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 291, dagsett 24. september 2020 í 3 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð 291. fundar 24. september 2020

2. Flugvellir - breyting á deiliskipulagi Flugvallarvegar (2020060544)

OSN ehf. Leggur fram tillögu á breytingu á deiliskipulagi Flugvalla. Umhverfis og skipulagsráð heimilaði auglýsingu á tillögunni á fundi þan 18. september s.l. en nú er tillagan lögð fyrir aftur með minniháttar breytingu sem fellst í að lóð nr. 2a er bætt við samkvæmt uppdrætti Verkfræðistofu Suðurnesja dagsett í september 2020.
Samþykkt er að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Fylgigögn:

BR skipulag 2020

3. Breyting deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi (2019051552)

HS Orka óskar eftir að breyta deiliskipulagi iðnaðar- og orkuvinnslusvæðis á Reykjanesi. Tilgangur breytinga er að gera ráð fyrir nýjum sjótökuholum. HS Orka vinnur jafnframt að matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna þessara framkvæmda.
Samþykkt er að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Fylgigögn:

Breyting á deiliskipulagi

4. Borgarvegur 30 - breyting á bílskúr (2020090490)

Gunnrún Theodórsdóttir óskar heimildar til að breyta bílskúr á lóðinni Borgarvegur 20 í íbúðarrými í samræmi við uppdrætti ARTstone ehf. dags 9. september 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Borgarvegur 30

5. Deiliskipulag fyrir almenningsgarð og skólalóð á Ásbrú (2020090491)

Skipulagsfulltrúi óskar heimildar til að vinna deiliskipulag fyrir almenningsgarð og skólalóð ásamt Grænásbraut á Ásbrú í samræmi við rammaskipulag dagsett janúar 2020. https://www.reykjanesbaer.is/static/files/Fundargerdir/umhverfis_skipulagsrad/2020/244/11.-asbru-rammaskipulag.pdf
Ráðið heimilar að hefja vinnu við deiliskipulagið.

Fylgigögn:

Ásbrú skólalóð

6. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi NA-svæði Keflavíkurflugvallar (2019110114)

Skipulagsyfirvöld Keflavíkurflugvallar auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi NA svæðis Keflavíkurflugvallar. Meginbreyting skipulagsáætlana felur í sér heimild fyrir nýjum þjónustuvegi milli Reykjanesbrautar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir en vísar í fyrirvara um Aðalskipulag Reykjanesbæjar sem kemur fram í 10. máli 254. fundar umhverfis- og skipulagsráðs þann 21. ágúst sl.

Fylgigögn:

Breyting á aðalskipulagi Isavia

7. Mælaborð sviðstjóra (2020040004)

Mælaborð lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9.40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. október 2020.