259. fundur

06.11.2020 08:15

259. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn 6. nóvember 2020, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert Jóhann Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsmála, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir sérfræðingur umhverfisviðs, Sigmundur Eyþórsson tæknifræðingur og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Kynning á drögum umhverfis- og loftslagsstefnu Reykjanesbæjar (2020021391)

Bjarni Herrera Þórisson og Hafþór Ægir Sigurjónsson kynntu drög Circular að umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir Reykjanesbæ.
Ráðið þakkar fyrir góða kynningu. Formanni umhverfis- og skipulagsráðs falið að boða til sameiginlegs vinnufundar með framtíðarnefnd Reykjanesbæjar.

2. Afgreiðslu- og samráðsfundur byggingafulltrúa nr. 294 (2020010081)

Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 294, dagsett 30. október 2020, í 2 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.

Fylgigögn:

Fundargerð 294. fundar

3. Selás 20 - Ósk um hækkun á þakhæð (2019090080)

Sverrir Leifsson óskar eftir hækkun á þakhæð. Óskað er eftir að skipulagsskilmálum fyrir lóðina sé breytt svo hæð á þaki verði óbreytt en byggingin var reist þannig að þakið er 88sm hærra en skilmálar deiliskipulags kveða á um.
Samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2 en kallað er eftir frekari gögnum.

Fylgigögn:

Úrskurður
Erindi til USK

4. Flugvallarbraut 937 - Uppskipting á lóð (2020110028)

Ásbrú fasteignir ehf. óska eftir uppskiptingu á lóðinni Flugvallarbraut 937. Lóðin er 2,8ha en verði eftir breytingu tvær lóðir 1,38ha og 1,42ha.
Umsögn Kadeco liggur ekki fyrir, erindi frestað.

Fylgigögn:

Flugvallarbraut 937

5. Grófin - Tillaga að lóðastækkun (2020110029)

Glóra ehf. leggur fram fyrir hönd lóðarhafa við Grófina ósk um lóðarstækkanir og nýja lóð í samræmi við uppdrátt dags 12.10.2020.
Róbert Jóhann Guðmundsson vék af fundi.
Skipulagsmál hverfisins eru í skoðun og ekki verða lóðabreytingar að sinni. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Grófin stækkun lóða

6. Brimdalur 7 – Lóðarstækkun (2020050201)

Grétar Sverrisson óskar eftir að stækka lóð Brimdals 7 til norðausturs og minnka opið svæði sem þar er.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Brimdalur 7

7. Furudalur 14 og 16 - Breyting á deiliskipulagi (2020020042)

Óskað er heimildar til að breyta parhúsi í fjögurra húsa raðhús samkvæmt uppdrætti Riss verkfræðistofu dags. 13.10.2020.
Breytingin samræmist ekki götumynd og byggðamynstri. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Furudalur 14 og 16

8. Skammtímastæði við Hafnargötu (2020110030)

Erindi frá samtökunum Betri bær sem óska eftir að bílastæði við Hafnargötu verði merkt sem skammtímastæði á meira áberandi hátt.
Samþykkt. Umhverfissviði falið að útfæra tillöguna.

Fylgigögn:

Bílastæði Hafnargötu

9. Dalsbraut 32 - 36 bílastæðamál (2019120016)

Miðbæjareignir ehf. óska eftir að bílastæðakrafa verði lækkuð úr 1,8 í 1,6 stæði á íbúð í samræmi við uppdrátt dags 8. júní 2020, lýsingu á aðstæðum og yfirlit um bílastæðanýtingu dagana 5.- 13. október 2020.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Dalbraut 32-36

10. Þrastartjörn 38-48 - Fyrirspurn um fjölgun íbúða (2020100163)

Ás - smíði byggingafélag ehf. óskar eftir heimild til að breyta deiliskipulagi þ.a. stakstæðir bílskúrar falli út en verði sjálfstæðar íbúðir í samræmi við tillögur dags 2. nóvember 2020.
Um tvöföldun íbúða er að ræða. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Þrastartjörn 38-48 - Fyrirspurn

11. Tillaga að tjaldsvæði í Reykjanesbæ - Minnisblað (2020100171)

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um mögulega staðsetningu fyrir nýtt tjaldsvæði í Reykjanesbæ og mat á mögulegum stöðum og minnisblað verkefnastjóra ferðamála dags. 8. október sl. um tjaldsvæði í Reykjanesbæ þar sem óskað er umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs.
Miðað við úttekt skipulagsfulltrúa koma Njarðvíkurskógar og Víkingaheimar best út varðandi staðsetningu, stærð og nálægð við þjónustu, en ókostur Víkingaheima er fjarlægð í alla afþreyingu og staðsetningu mögulegra viðburða. Njarðvíkurskógar eru þar skörinni hærra vegna möguleika á sveigjanleika á stærð svæðisins og nálægðar við verslun og þjónustu, náttúru, íþróttamannvirki og Reykjanesbraut auk fjarlægðar frá næstu íbúabyggð, þó án þess að vera í jaðri byggðar. Í Njarðvíkurskógum er gert ráð fyrir tjaldsvæði í aðalskipulagi og svæðið er spennandi útivistarsvæði í þróun sem býður upp á margvíslega möguleika.

12. Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag Sveitarfélagið Vogar (2020110013)

Sveitarfélagið Vogar kynnir tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins Voga og tillögu að deiliskipulagi Grænuborgar.
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Fylgigögn:

Aðalskipulagsbreyting og deiliskipulag Sveitarfélagið Vogar

13. Fitjabraut 5 og 7 - Umsókn um lóð (2019120011)

Smáragarður ehf. óskar eftir að fá lóðunum að Fitjabraut 5 -7 úthlutað skv. lið 3.4 í reglum um lóðaúthlutanir Reykjanesbæjar undir byggingarvöruverslun BYKO og mögulega aðra starfsemi sem fellur að þeim rekstri. Náist samningar þar um er það ósk Smáragarðs að hefja þróun á reitnum sem fyrst í samráði við skipulagsyfirvöld bæjarins. Reiknað er með sameiningu lóðanna tveggja og byggingarreita.
Lóðarumsókn samþykkt með fyrirvara um samþykki Reykjaneshafnar og afhendingarskilmála.

Fylgigögn:

Erindi Smáragarðs

14. Funatröð 2 - Umsókn um lóð (2020110035)

Óskar Ingi Húnfjörð óskar eftir því við Reykjanesbæ að fá úthlutað lóðinni Funatröð 2, á Ásbrú í Reykjanesbæ fyrir hönd Íslandshúsa ehf. Samþykki Kadeco liggur fyrir.
Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Funatröð 2 Umsókn um lóð

15. Fuglavík 1 - Umsókn um lóð (2020100465)

Vilbert Gústafsson sækir um lóðina Fuglavík 1.
Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Fuglavík 1 Umsókn um lóð

16. Brekadalur 14 - Umsókn um lóð (2020100479)

Húseignir Leirdal ehf. sækir um lóðina Brekadalur 14.
Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Brekadalur 14 Umsókn um lóð

17. Brekadalur 16 - Umsókn um lóð (2020100478)

Húseignir Leirdal ehf. sækir um lóðina Brekadalur 16.
Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Brekadalur 16 Umsókn um lóð

18. Brekadalur 18 - Umsókn um lóð (2020100477)

Húseignir Leirdal ehf. sækir um lóðina Brekadalur 18.
Lóðaúthlutun samþykkt.

Fylgigögn:

Brekadalur 18 - Umsókn um lóð

19. Brekadalur 20 - Umsókn um lóð (2020100480)

Húseignir Leirdal ehf. sækir um lóðina Brekadalur 20.
Lóðaúthlutun samþykkt. 

Fylgigögn:

Brekadalur 20 - Umsókn um lóð

20. Hafnargata 56 - Fyrirspurn um lóð vegna flutnings á húsi (2019100021)

BGB ferðaþjónusta ehf. óskar eftir lóð við Bakkaveg undir húsið við Hafnargötu 56 sem fyrirhugað er að flytja með, erindi dags. 25. september 2019.
Engin lóð er laus til úthlutunar við Bakkaveg, en lögð er til lóðin Hafnagata 8 í Höfnum. Erindi frestað.

Fylgigögn:

Hafnargata 56, flutningur og umsókn

21. Reglur um undirbúning funda (2020110036)

Reglur um undirbúning funda lagðar fram.

22. Mælaborð sviðsstjóra (2020040004)

Mælaborð lagt fram.

23. Fundargerðir neyðarstjórnar (2020030192)

Fundargerðir lagðar fram.

Með því að smella hér opnast fundargerðir neyðarstjórnar  

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. nóvember 2020.