- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert J. Guðmundsson, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir tæknifulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.
Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 315, dagsett 28. september 2021 í 12 liðum með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Fylgigögn:
Fundargerð 315. fundar afgreiðslu- og samráðsfundar
Lóðarhafi óskar heimildar til lóðarstækkunar og að reisa á lóðinni skemmu í samræmi við uppdrætti Sigurðar H. Ólafssonar dags. 24. sept. 2021.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Fylgigögn:
Fyrirspurnaruppdráttur - Hafnarbraut 12
Algalíf Iceland ehf. óskar eftir sameiningu lóða og að staðfang breytist úr Bogatröð 10, 12, 14 og 16 í Axartröð 1 í samræmi við uppdrátt Glóru ehf. dags. 22. september 2021.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
Fylgigögn:
Gísli Lárusson óskar eftir stækkun lóðar til samræmis við nágrannalóðir við Þverholt 9 og 11, sem teygðar hafa verið upp á Vatnsholtið. Þegar hefur verið skilgreind spilda sem óskað er eftir að renni saman við lóðina Þverholt 13.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
Breytingin verði sveitarfélaginu kostnaðarlaus.
Fylgigögn:
Eigendur Njarðvíkurbrautar 50-56 óska eftir að nyrðra hliði að Hákotstöngum verði lokað svo umferð þangað liggi ekki að þeirra lóð. Aðgengi að Hákoti Njarðvíkurbraut nr. 58 og lóð nr. 60 verði óbreytt.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.
Fylgigögn:
Einar Örn Jóhannesson leggur fram athugasemd við afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs á grenndarkynningu vegna skipulagsbreytinga dags. 16. september 2021.
Erindið er efnislega samhljóða þeim athugasemdum sem þegar hafa komið fram og voru afgreiddar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags. 17. september 2021. Fyrri ákvörðun stendur.
Fylgigögn:
Tjarnabraut 4 - ósk um endurskoðun
Dap ráðgjafar, fyrir hönd Festi óska heimildar til að breyta deiliskipulagi Flugvalla vegna með stækkun á lóðinni Flugvellir 23.
Samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
Fylgigögn:
Tækniþjónusta SÁ ehf. óskar heimildar til að vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Hafnargötu 44 og 46. Samþykkt heimild til að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samvinnu við skipulagsfulltrúa.
Umhverfis- og skipulagsráð fagnar hugmyndum um uppbyggingu á þessum reit. En verkefnið þarfnast nánari útfærslu hvað varðar byggingarmagn, íbúðafjölda og bílastæðahlutfall. Erindi vísað til skipulagsfulltrúa.
Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2023 fyrir suðvesturhornið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillöguna, en hvetur til frekari endurnýtingar og markvissari flokkun sorps á Suðurnesjum.
Fylgigögn:
Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Alta ráðgjafar ehf. leggja fram skipulagslýsingu vegna grunnskólalóðar og almenningsgarðs við Skógarhverfið á Ásbrú.
Erindi samþykkt.
Fylgigögn:
VSÓ ráðgjöf ehf. leggur fram greinargerð aðalskipulag Reykjanesbæjar – breyting. Deiliskipulag fiskeldis á Reykjanesi. Stækkun iðnaðarsvæðis I5a – fiskeldi, skipulags- og matslýsingu dags. ágúst 2021. Matslýsing var auglýst 10. september með athugasemdafresti til 27. september. Umsagnir bárust.
Unnið verði úr umsögnum við áframhaldandi vinnu við skipulags- og matslýsingu vegna fiskeldis.
Fylgigögn:
Vinnslutillaga að endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæja sett fram af Kanon arkitektum ehf. og VSO ráðgjöf ehf. var auglýst 2. september með umsagnarfresti til 27. september 2021. Haldinn var rafrænn íbúafundur. Umsagnir bárust bæði frá almenningi og opinberum aðilum.
Unnið verði úr umsögnum við áframhaldandi vinnu við tillögu að endurskoðun aðalskipulags. Vísað til stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags.
Fylgigögn:
Lögð er fram til kynningar verkefnislýsing vegna endurskoðunar á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024. Frá staðfestingu svæðisskipulags Suðurnesja 2008-2024 hafa orðið margvíslegar breytingar á mikilvægum forsendum. Því hefur svæðisskipulagsnefndin ákveðið að endurskoða stefnu svæðisskipulagsins sem tekur til sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaga á Suðurnesjum s.s. íbúaþróunar og búsetu, atvinnulífs, auðlinda, innviða, loftslagsmála, náttúruvár og heimsmarkmiða.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir verkefnislýsingu vegna endurskoðunar á svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024.
Fylgigögn:
Endurskoðun svæðisskipulags Suðurnesja
Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir 6 mánaða uppgjör.
Lagt fram.
Sviðsstjóri fór yfir fjárhagsáætlun umhverfissviðs 2022.
Lagt fram.
Hs dreifing ehf. sækir um lóðina Flugvellir 21.
Lóðarúthlutun samþykkt.
Fylgigögn:
Ólafur A. Ingvason sækir um lóðina Bergás 14.
Lóðarúthlutun samþykkt.
Fylgigögn:
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. október 2021.