279. fundur

15.10.2021 08:30

279. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 15. október 2021, kl. 08:15

Viðstaddir: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Gunnar Felix Rúnarsson, Helga María Finnbjörnsdóttir, Ríkharður Ibsen, Róbert J. Guðmundsson, Gunnar K. Ottósson skipulagsfulltrúi, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir tæknifulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Uppgræðslu- og skógræktaráætlun fyrir Reykjanesbæ (2021040047)

Berglind Ásgeirsdóttir garðyrkjufræðingur hjá umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar fór yfir skógræktarmál og stefnu í uppbyggingu grænna svæða.

Lagt fram. Unnið er að 5 ára uppgræðslu- og skógræktaráætlun fyrir Reykjanesbæ.

2. Deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi (2021050334)

Gildandi deiliskipulag svæðisins nær yfir bæði sveitarfélögin Reykjanesbæ og Grindavík, því hefur verið margbreytt. HS Orka hf. leggur til að því verði skipt upp um sveitarfélagamörk og verði fellt úr gildi en í stað þess komi nýtt deiliskipulag, deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi; uppdráttur og greinargerð VSÓ ráðgjöf ehf. Að megin efni fjallar deiliskipulagið um einfaldari og markvissari framsetningu skilmála, margvíslegum breytingum er safnað saman og skilgreindar verði nýjar byggingalóðir innan iðnaðarsvæðis. Samsvarandi erindi verður lagt fyrir Grindavíkurbæ.

Óskað er heimildar til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Ráðið veitir heimild til að auglýsa deiliskipulagstillöguna.

Fylgigögn:

Greinargerð - deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi 

Deiliskipulag orkuvinnslu og iðnaðar á Reykjanesi

3. Grófin 10a - nýbygging (2021060418)

Sverrir Sverrisson hf. óskar heimildar til að reisa skemmu innan byggingareits Grófar 10a, samþykki eigenda Grófar 10b og 10c liggur fyrir. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, en byggingarreitur var markaður á lóðarblaði útgefið 1991 og er á endurskoðuðu lóðarblaði dagsettu 2007. Fyrirhuguð bygging er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika hverfisins.

Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3. hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn áður en fjórar vikur eru liðnar að þeir geri ekki athugasemdir við skipulagstillöguna eða hina leyfisskyldu framkvæmd.

Fylgigögn:

Grófin 10a - nýbygging

4. Grenidalur 2 - lóðarstækkun fyrir bílskúr (2021100226)

Gísli Sigurðarson óska heimildar til stækkunar lóðar Grenidals 2 til norðurs og að reisa þar bílskúr.

Fyrirhuguð bygging er ekki í samræmi við landnotkun og byggðamynstur hverfisins. Erindi hafnað.

Fylgigögn:

Grenidalur 2 - lóðarstækkun fyrir bílskúr

5. Brimdalur 5 - endurupptaka ákvörðunar (2021100228)

Halldór Jónsson lóðarhafi Brimdals 5 sendi erindi og óskaði heimildar til að lengja byggingarreit lóðarinnar til suðurs og byggja einbýlishús á einni hæð á lóðinni í stað tveggja hæða húss. Umhverfis- og skipulagsráð hafnaði erindinu með bókun: Erindi hafnað. Tillagan samræmist ekki götumynd og eignamynstri.

Hér með er óskað eftir því að umhverfis- og skipulagsráð taki málið upp að nýju. Á lóðinni Brimdal 3 sem er næst norðan við umrædda lóð Brimdal 5 var nákvæmlega samskonar breyting samþykkt til grenndarkynningar. Lóðarhafi furðar sig á því að ekki fáist samskonar breyting á byggingarreit á lóðum sem að standa hlið við hlið og eru sambærilegar á nánast allan hátt enda er ætlun hans að byggja samskonar hús og nú rís að Brimdal 3. Flest hús við Brimdal eru á einni hæð þ.a. undarlegt er ef hið sama má ekki gilda um þessa lóð.

Lóðin Brimdalur 5 er samkvæmt skipulagi í dag með heimild fyrir 2 hæða hús á frekar þröngum byggingarreit en hugmyndin er að reisa einnar hæðar hús á lóðinni. Því er óskað eftir að stærð byggingarreits breytist úr 11 x 14 m í 11 x 18.75 m. Sjá skýringarmyndir hér að aftan.

Við nánari skoðun felst ráðið á að endurskoða fyrri ákvörðun og samþykkt að senda í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

Fylgigögn:

Fyrirspurn um Brimdal 5

6. Lóð sunnan vitavegar á Reykjanesi (2021100229)

Ríkiseignir óska eftir að stofnaðar verði tvær lóðir úr landi ríkisins, Reykjanes-aðalviti, L129983, til innviðauppbyggingar sveitarfélagsins, í samræmi við hnitsettan uppdrátt.

Svæðið er ekki deiliskipulagt og engar byggingarheimildir fylgja lóðum sem eru á aðalskipulagi skilgreint sem opið svæði sem nýtur verndar. Fornleifar eru á svæðinu. Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 3.

Fylgigögn:

Lóð sunnan vitavegar á Reykjanesi

7. Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir Njarðvíkurhöfn – vinnslutillaga (2020100160)

Vinnslutillaga breyting á aðalskipulagi Njarðvíkurhöfn – suðursvæði dags. september 2021 og nýtt deiliskipulag, dags. 13. september 2021, Kanon arkitektar ehf. og VSÓ ráðgjöf ehf. Áform eru um að auka við athafnasvæði hafnarinnar og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur á suðursvæði Njarðvíkurhafnar.

Vinnslutillagan var auglýst opinberlega og ábendingar bárust. Samþykkt er að hefja vinnu við lokatillögu aðalskipulags.

Fylgigögn:

Breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir Njarðvíkurhöfn

Umsögn 

8. Fiskeldi á Reykjanesi - umsögn (2021090022)

Samherji Fiskeldi hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun eldisstöðvar á Reykjanesi, skv. 21. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Skipulagsstofnun óskar umsagnar um ofangreinda framkvæmd.

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2021 er samþykkt.

Fylgigögn:

Matsáætlun - Eldisgarður

9. Fagrigarður – hraðahindrun (2021100230)

Erindi frá íbúa við Fagragarð um að fjarlægja núverandi hraðahindrun, sem veldur ónæði en koma þess í stað fyrir þrengingu.

Starfsfólki umhverfissviðs falið að koma með tillögu að lausn, erindi frestað.

Fylgigögn:

Hraðahindrun - Fagrigarður

10. Kirkjuteigur og Melteigur - umferð (2021090020)

Íbúar við Melteig leggja fram erindi dags. 26. ágúst 2021 um breytt fyrirkomulag umferðar um Melteig vegna öryggis vegfarenda og íbúa. Erindi var frestað og starfsfólki umhverfissviðs falið að kanna tillögur að lausn. Óskað var umsagna lögreglu sem mælir með lokunum sambærilegum við tillögu íbúa. Lagt er til að boganum sé lokað við Aðalgötu og tengingu Kirkjuteigs og Melteigs verði lokað.

Erindi samþykkt til reynslu til eins árs.

Fylgigögn:

Melteigur - ósk um umsögn

11. Þróunarreitir - Reykjanesbær (2021090502)

Lögð fram drög að auglýsingu um þróunarreiti í bænum.

Lagt fram.

12. Nafnatillögur Dalshverfi III (2019050472)

Reykjanesbær óskaði eftir tillögum frá almenningi um nöfn á nýjar götur og torg í Dalshverfi.

Lagt fram, á sjötta hundrað nafnatillögur bárust.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. október 2021.