- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Ingólfur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Maríanna Hvanndal Einarsdóttir forstöðumaður skráninga, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur, Perla Dís Gunnarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Reykjanesbær og Suðurnesjabær leggja fram tillögu að stefnu um starfsmannaíbúðir og gistimöguleika starfsmanna á framkvæmdasvæðum, unna af VSÓ ráðgjöf í maí 2024. Mikil fólksfjölgun hefur verið á Suðurnesjum undanfarin ár og ekki hefur náðst að byggja upp húsnæði í sama takti. Rýming Grindavíkur hefur enn aukið þörfina á að mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Mörg störf á Suðurnesjum tengjast ferðaþjónustu og mannvirkjagerð og þar á flugvallarsvæðið mjög stóran hlut. Mörg starfanna eru árstíðabundin. Til að mæta vinnuaflsþörf á svæðinu hefur þurft að sækja erlent vinnuafl. Þessu fylgir aukin eftirspurn á húsnæðismarkaði. Vinnuveitendur sem og sveitarfélögin hafa því leitað ýmissa leiða til að tryggja starfsfólki húsnæði til skemmri eða lengri tíma. Óskað var eftir umsögnum ráða og nefnda. Umsagnarfresti er lokið.
Umhverfis- og skipulagsráð felur Gunnari Kr. Ottóssyni skipulagsfulltrúa að vinna drög að stefnu og leggja fyrir ráðið.
Fylgigögn:
Stefna um starfsmannaíbúðir á Suðurnesjum
Af2 fyrir Stofnhús leggja fram vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Suðurbrautarreitur, 3,3 ha reitur kenndur við Suðurbraut 765. Á reit er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum á 3-5 hæðum með allt að 300 íbúðum af fjölbreyttri gerð. Sérstakir byggingarreitir eru ætlaðir sérstakri notkun annarri en fyrir íbúðir, t.d. samkomuhús, garðskála o.fl.
Umhverfis- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum ráðsins áfram. Erindi frestað.
Sen&Son arkitektar leggja fram vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Spítalareit sem afmarkast af Flugvallarbraut, Grænásbraut og Breiðbraut. Á deiliskipulagssvæðinu verður gert ráð fyrir lágreistri 2- 4 hæða byggð fjölbýlishúsa sem mynda svokallaða randbyggð með allt að 250 íbúðum. Skipulagssvæðið er vel staðsett á Ásbrú og er hluti af tveimur hverfum samkvæmt rammaskipulagi. Það er í hjarta Ásbrúar og Offiserahverfinu svokallaða. Það er því mikilvægt að reiturinn uppbyggður verði sterkur tengipunktur mismunandi hverfahluta.
Umhverfis- og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum ráðsins áfram. Erindi frestað.
Studeo Jæja fyrir Kadeco leggur fram vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Breiðbrautarreit sem afmarkast af Lindar-, Grænás- og Breiðbraut. Nýjar byggingar skapa skjól fyrir ríkjandi áttum, norðan og austanátt, en opnast að sama skapi til móts við suður og vestur. Þetta einfalda grunnstef tekur svo á sig ólíkar myndir þar sem það lagar sig að núverandi aðstæðum en með þessu móti tekst að skapa fjölbreytilegt byggðarmynstur með áhugaverðum sjónásum á milli ólíkra staða innan svæðisins.
Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að kynna vinnslutillöguna og felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum ráðsins áfram.
Fylgigögn:
Breiðbrautarreitur - greinargerð
Breiðbrautarreitur - deiliskipulag
Af2 fyrir Kadeco leggur fram vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Suðurbrekku, svæði sunnan við Skógarhverfi, austan Virkisbrautar að Flugvallarbraut. Byggingar verði 1-3 hæðir og blanda af sérbýli og fjölbýli með um 200 íbúðum alls af fjölbreyttri gerð. Markmiðið er að nýtt deiliskipulag á Suðurbrekkureit skapi heildstæða og hlýlega byggð einbýlishúsa, raðhúsa og lítilla fjölbýlishúsa.
Umhverfis- og skipulagsráð heimilar að kynna vinnslutillöguna og felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum ráðsins áfram.
Fylgigögn:
B.M. Vallá ehf. óskaði eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Ferjutröð 11 að Tæknivöllum Ásbrú. Erindið var grenndarkynnt og samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 28.01.2025. Engar athugasemdir bárust en komið hefur í ljós misræmi í gögnum. Síló var kynnt 17 m á hæð en verður í reynd 18,3 m. Gögn með nánari almennum málsetningum eru lögð fram.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.
Fylgigögn:
Ferjutröð 11 - breyting á skipulagi
Óskað er eftir heimild til að koma fyrir hálfopinni efnisgeymslu á suðaustur horni lóðarinnar við Fitjabraut 1c.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fylgigögn:
Umhverfismiðstöð - köld geymsla
Haukur Ingi Júlíusson með erindi dags. 12.02.2025 óskar heimildar til að breyta einbýlishúsi og gistiheimili i 6 íbúða fjölbýlishús.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fylgigögn:
Sólvallagata 11 - fjölgun íbúða
Stefanía Björg Jónsdóttir endurskoðar erindi sem tekið var fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 28.01.2025 og dregur úr byggingarmagni. Hún óskar eftir stækkun á byggingarreit um 1,5 m til suðurs og nýtingarhlutfall fari úr 0,19 í 0,23 sbr. uppdrætti Eggert Guðmundsson dags. 16.01.2025.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 2.
Fylgigögn:
Tjarnarbraut 38 - breyting á byggingarreit
Bjarki M. Sveinsson með erindi dags. 11.02.2025 óskar heimildar til að fara lítils háttar út fyrir byggingareit með skyggni og stoðvegg/súlu við anddyri.
Umhverfis- og skipulagsráð telur að breytingin á deiliskipulagi varði ekki hagsmuni annarra en sveitafélagsins og umsækjanda og samþykkir því breytinguna skv. 44. grein skipulagslaga, málsgrein 3.
Fylgigögn:
Vegagerðin leggur tillögu 6d-3 Gatnamót við Grænás fram til kynningar.
Umhverfis- og skipulagsráð fagnar framkominni tillögu og leggur áherslu á að málið vinnist sem hraðast.
Bergstál ehf. sækir um lóðina Hólmbergsbraut 7.
Lóðarumsókn samþykkt.
Tvær umsóknir bárust um lóðina og í samræmi við afgreiðslu umhverfis-og skipulagsráðs dags 7. febrúar 2025 fór fram hlutkesti að viðstöddum fulltrúa Sýslumanns.
Niðurstaða hlutkestis er að Nguyet Minh Thi Nguyen er úthlutuð lóðin Brekadalur 40. Gangi lóðarúthlutun til baka á næstu 6 mánuðum er Svani Þór Mikaelssyni boðin lóðin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. mars 2025.