369. fundur

15.08.2025 08:15

369. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar - aukafundur, haldinn að Grænásbraut 910, 15. ágúst 2025, kl. 08:15

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur I. Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.

Að auki sátu fundinn Gunnar Kr. Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, María Kjartansdóttir verkefnastjóri skipulagsmála Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstjóri umhverfismála sem ritaði fundargerð.

1. Umferðarmál – skipulag, hönnun og framkvæmdir (2022110639)

Lagt fram.

2. Endurskoðun aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2023-2040 - umsögn (2023090266)

Keflavíkurflugvöllur, ásamt þeim fjölmörgu rekstraraðilum sem starfa á flugvallarsvæðinu, er stærsta atvinnusvæði Suðurnesja. Starfsemin þar hefur veruleg áhrif á allt nærsamfélagið, þar á meðal Reykjanesbæ, bæði hvað varðar atvinnulíf, samgöngur, þjónustu og byggðaþróun. Þróun svæðisins á næstu áratugum mun skipta lykilmáli fyrir mótun skipulags- og atvinnumála í öllum nærliggjandi sveitarfélögum.

Umhverfis- og skipulagsráð telur því afar mikilvægt að við gerð aðalskipulags Keflavíkurflugvallar verði jafnframt gerð ítarleg greining á þjóðhagslegum áhrifum starfseminnar. Slík greining ætti að taka mið af áætluðum vexti starfseminnar og farþegafjölda, áhrifum á innviði og samgöngur, auk þess sem meta þarf áhrif á byggðaþróun, húsnæðisþörf og umhverfi. Með þessu má tryggja að skipulagsákvarðanir verði byggðar á heildstæðum upplýsingum sem endurspegla bæði staðbundin og þjóðhagsleg áhrif flugvallarsvæðisins.

Ráðið telur jafnframt brýnt að auka samtal og samráð um þróun svæðisins. Mikilvægt er að halda reglulega kynningarfundi með sveitarfélögum í nágrenni flugvallarins, sem og með eigendum fyrirtækja og atvinnurekendum á svæðinu, þannig að sjónarmið allra hagaðila komist að og stuðli að samræmdri framtíðarsýn fyrir svæðið í heild. Ráðið telur að gagnkvæmum hagsmunum Isavia og Reykjanesbæjar geti betur verið mætt með markvissri upplýsingamiðlun og góðu samtali þar sem Reykjanesbær heldur áfram að skapa gott samfélag og aðlaðandi búsetuskilyrði fyrir framtíðarvinnuafl svæðisins.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00. Fundargerðin fer til samþykktar bæjarstjórnar 19. ágúst 2025.