- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur I. Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Að auki sátu fundinn Gunnar Kr. Þ. Ottósson skipulagsfulltrúi sem einnig ritaði fundargerð, María Kjartansdóttir verkefnastjóri skipulagsmála, Margrét Lilja Margeirsdóttir deildarstjóri umhverfismála og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.
Tillögur að öruggum gönguleiðum um svæðið verða lagðar fram á fyrsta fundi í desember.
Tillaga til þingsályktunar um hjólaleið milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, 87. mál.
Bæjarráð óskar eftir að umhverfis- og skipulagsráð sendi umsögn um málið til nefndasviðs Alþingis.
Reykjanesbær fagnar tillögu um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Tillagan er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um vistvænar og öruggar samgöngur og styður við markmið svæðisskipulags um aukna tengingu milli helstu byggðarkjarna Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins. Reykjanesbær lýsir yfir stuðningi við tillöguna og hvetur innviðaráðherra til að skipa starfshópinn sem taki mið af svæðisskipulagi Suðurnesja og góðu samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu. Mikilvægt er að fulltrúar Reykjanesbæjar taki þátt í vinnu starfshópsins og munu þeir leggja til gögn, reynslu og sjónarmið íbúa svæðisins.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða þingsályktunartillöguna á vef Alþingis
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. nóvember 2025.