380. fundur

09.01.2026 08:15

Fundargerð 380. fundar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar haldinn að Grænásbraut 910 9. janúar 2026 kl. 08:15

Viðstaddir: Róbert Jóhann Guðmundsson formaður, Eysteinn Eyjólfsson, Guðbergur Reynisson, Gunnar Felix Rúnarsson og Helga María Finnbjörnsdóttir.
Að auki sátu fundinn Andrea Elísabet Ragnarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Gunnar Kristinn Ottósson skipulagsfulltrúi, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Erla Bjarný Gunnarsdóttir lögfræðingur, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi, Margrét Lílja Margeirsdóttir deildarstjóri umhverfismála og Erna María Svavarsdóttir ritari.

1. Verum örugg - herferð ungmennaráðs (2025110454)

Betsý Ásta Stefánsdóttir umsjónarmaður ungmennaráðs mætti á fundinn. Niðurstöður Barna- og ungmennaþings Reykjanesbæjar 2025 kynntar.

Lagt fram.

2. Samantekt ársins 2025 (2025120171)

Berglind Ásgeirsdóttir garðyrkjustjóri og Kristján Bjarnason umsjónarmaður skógræktar mættu á fundinn. Starfsfólk umhverfis- og framkvæmdasviðs fer yfir verkefni ársins og árskýrslu 2025 um skógrækt og landgræðslu í Reykjanesbæ.

Lagt fram.

3. Svæðisskipulag Suðurnesja (2019070283)

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum óskar umsagnar um tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2024-2040.

Lagt fram.

Fylgigögn

Með því að smella hér opnast Svæðisskipulag Suðurnesja 2024-2040 í Skipulagsgátt
Með því að smella hér opnast vefur Svæðisskipulags Suðurnesja


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:34. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. janúar 2026.