14.07.2014 00:00

323. fundur fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar haldinn 14. júlí 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 08:15.

Mættir : Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hjördís Árnadóttir,framkvæmdastjóri og Hera Ósk Einarsdóttir félagsráðgjafi sem jafnframt ritaði fundargerðina.

Formaður setti fund og bauð nýtt ráð velkomið til starfa

1. Samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp
Kosning varaformanns og ritara.
Ingigerður Sæmundsdóttir kosinn ritari og varaformaður kosinn Sólmundur Friðriksson .

2. Reglur um Fjölskyldu- og félagsmálaráð
Skipan í áfrýjunarnefnd FFR
Fulltrúar áfrýjunarnefndar skipaðir Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður og Ingigerður Sæmundsdóttir .

3. Þjónusta fjölskyldu- og félagssviðs, málaflokkar og verklag
Farið yfir helstu verkefni fjölskyldu- og félagsmálaráðs, skipulag og verklag.

4. Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum
Lagt fram.

5. Umsókn um undanþágu frá 2.mgr. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum
Lögð fram umsókn um undanþágu frá 2. mgr. 8. gr. reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum frá Dagfríði Pétursdóttur  og Laufeyju Björk Sigfúsdóttur. Í ljósi skorts á daggæsluúrræðum í haust og fyrri reynslu umsækjanda af vinnu með börnum, m.a. í leikskólum, eru umsóknirnar samþykktar. Jafnframt verði kannað hvort þörf sé á að auglýsa eftir fleiri dagforeldrum í sveitarfélaginu. (fylgiskjal 1 og fylgiskjal 2)

6. Hæfingarstöðin - Aukið stöðugildi 2014.
Lögð fram umsókn frá Hæfingarstöðinni um fjölgun um 1,5 stöðugildi frá hausti 2014 vegna fjölgunar þjónustunotenda, aukins umönnunarþunga notenda og aukinnar þarfar  fyrir þjónustu á næstu misserum. Fjölskyldu- og félagsmálaráð leggur til að erindið verði samþykkt frá 1. september 2014. (sjá fylgiskjal 3)

7. Lyngmói 17 - Aukið stöðugildi júlí 2014.
Lagt fram til kynningar
Lögð fram umsókn frá Lyngmóa 17 um fjölgun um 0,6 stöðugildi  vegna  aukins umönnunarþunga notenda og í samræmi við niðurstöðu skýrslu Meginmáls ehf.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð leggur til að erindið verði samþykkt frá 1. september 2014. (sjá fylgiskjal 4)

8. Önnur mál
Fjölskyldu- og félagsmálaráð tekur sumarfrí í ágúst en reglulegir fundir ráðsins verða 2. mánudag hvers mánaðar kl. 8.15

Fleira ekki gert og fundi slitið.