26.08.2014 09:02

324. fundur fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar haldinn 25. ágúst 2014 í Ráðhúsi Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12, kl: 14:00.

Mættir : Elfa Hrund Guttormsdóttir, formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður og Sólmundur Friðriksson aðalmaður.  Einnig Hjördís Árnadóttir framkvæmdastjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

1. Hæfingarstöðin - húsnæðisaðstæður (2014080304)
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir húsnæðisaðstæðum Hæfingarstöðvarinnar að Hafnargötu 82.  Grunur er um að ,,myglusveppur" sé í húsnæðinu, en ráðist var í yfirgripsmiklar framkvæmdir s.l. sumar og haust til að útrýma honum, en svo virðist sem það hafi ekki tekist.  Í ljósi eðlis starfsemi Hæfingarstöðvarinnar er mikilvægt að brugðist sé fljótt við og notendur og starfsmenn látnir njóta vafans. 
Framkvæmdastjóri hefur þegar gert öllum sem málið tengjast grein fyrir stöðunni.  Fjölskyldu- og félagsmálaráð telur mikilvægt að strax verði settur á laggirnar starfshópur um lausn á húsnæðismálum Hæfingarstöðvarinnar.  Ráðið samþykkir tvo fulltrúa úr sínum röðum sem og fagmann frá FFR.  Jafnframt verði óskað eftir aðkomu fagaðila frá USK í starfshópinn. 

2. Fundartími ráðsins (2014010742)
Fjölskyldu- og félagsmálaráð ákvað að fundartími ráðsins verði annan mánudag í mánuði kl. 14:00.  Næsti fundur verður mánudaginn 8. september.

3. Önnur mál (2014010742)

a) Námskeið fyrir félagsmálanefndir
Fyrir liggur að Samband ísl. sveitarfélaga og velferðarráðuneytið verður með námskeið í vetur fyrir félagsmálanefndir og þá sem vinna að félagsþjónustu sveitarfélaga.  Fjölskyldu- og félagsmálaráð  mun sækja námskeiðið og hvetur til að varamenn og bæjarfulltrúar sem kost hafa á sæki  það.

b) Ársskýrsla 2013
Ársskýrsla FFR vegna ársins 2013 lögð fram.

c) Jafnréttismál

Landsfundur jafnréttisnefnda verður í Reykjavík 19. september n.k.  Stefnt að því að fulltrúi fari frá ráðinu og starfsmaður jafnréttismála hjá FFR.

d) Daggæsla barna í heimahúsum
Endurnýjun starfsleyfis samþykkt til tveggja ára  til Áslaugar Bæringsdóttur.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 2. september 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.