327. fundur

13.11.2014 12:40

327. fundur fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar haldinn 10. nóvember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00.

Mættir : Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagssviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.

1. Virkniúrræði Reykjanesbær (2014110128)
Tillaga að virkniúrræði fyrir einstaklinga á fjárhagsaðstoð

Lagt til að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna virkniúrræðis við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

2. Hugmynd af Íbúavef Reykjanesbæjar fyrir fjölskyldu- og félagsmálaráð (2014100209)
Tillaga um hærri niðurgreiðslu fyrir börn 24 mánaða og eldri hjá dagforeldrum

Tillaga um hærri niðurgreiðslu fyrir börn 24 mánaða og eldri hjá dagforeldrum lögð fram og rædd. 24 íbúar hafa stutt tillöguna á íbúavefnum. 

3. Umsókn um styrk (2014100173)
Umsókn um styrk vegna kerrukaupa

Í samræmi við reglur um stuðning við dagforeldra í Reykjanesbæ frá júní 2008 samþykkir fjölskyldu- og félagsmálaráð umsókn um styrk til kerrukaupa að upphæð kr: 50.000.

4. Umsókn um styrk til kerrukaupa vegna daggæslu barna í heimahúsum (2014110146)
Í samræmi við reglur um stuðning við dagforeldra í Reykjanesbæ frá júní 2008 samþykkir fjölskyldu-og félagsmálaráð umsókn um styrk til kerrukaupa að upphæð kr: 50.000.

5. Endurnýjun umsókna um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi (2014030035)
Lagt fram til samþykktar

Fyrir liggja umsóknir um endurnýjun starfsleyfa frá eftirtöldum dagforeldrum:
Huldu Guðmundsdóttur, kennitala ekki birt.
Auði Helgu Benediktsdóttur, kennitala ekki birt.
Hörpu Jakobínu Sæþórsdóttur, kennitala ekki birt.
Hrönn Ásmundsdóttur, kennitala ekki birt.
Guðný Sigríði Jónsdóttur, kennitala ekki birt.
Ólöfu Marteinsdóttur, kennitala ekki birt.

Endurnýjun leyfa er samþykkt að uppfylltum öllum skilyrðum um leyfisveitingar til dagforeldra.

6. Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsum (2014100368)
Fyrir liggur umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum frá Önnu Þ. Skarphéðinsdóttur, kennitala ekki birt.  Að uppfylltum öllum skilyrðum til daggæslu barna í heimahúsi samþykkir fjölskyldu- og félagsmálaráð að veita leyfi til daggæslu fyrir 5 börn, í samræmi við reglugerð.

7. Tölfræði FFR (2014010742)
Upplýsingar um stöðu einstakra málaflokka

Forstöðumaður stoðdeildar lagði fram eftirfarandi upplýsingar:

a) Greiðslur deildarinnar í október 2014
Fjárhagsaðstoð kr:  21.428.447
Húsaleigubætur kr: 36.374.203

17. erindi bárust  áfrýjunarnefndar í október.
8 erindi voru samþykkt, 1 erindi frestað og 8 erindum synjað.

8. Önnur mál (2014010742)
Rætt um stöðu málefna Hæfingarstöðvarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. nóvember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina 11-0.