12.12.2014 13:29

328. fundur fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar haldinn 8. desember 2014 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00

Mættir : Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Dominika Wróblewska varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagssviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.

1. Umsókn um leyfi til að gerast dagforeldri_SDM.pdf - Shortcut (2014030035)
Fylgigögn með umsókn

Svala Dís Magnúsdóttur, kennitala ekki birt, sækir um leyfi til daggæslu barna í heimahúsi að Hólabraut 2.  Svala Dís mun starfa þar með Auði Helgu Benediktsdóttur. Fjölskyldu-og félagsmálaráð samþykkir umsóknina í samræmi við 15.gr. lV. kafla reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005

2. Reglur um þjónustu stuðningsfjölskyldna Drög des. 2014.docx (2014120107)
Drög að reglum um stuðningsfjölskyldur í málefnum fatlaðs fólks

Sigríður Daníelsdóttir kynnti drög að nýjum reglum um þjónustu stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

Drög að reglum samþykkt.

3. Drög að reglum um ferðaþjónustu.docx (2014120107)
Drög að reglum um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og aldraða

Sigríður Daníelsdóttir kynnti drög að breytingum á reglum um ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og ferðaþjónustu aldraða. Í drögum er lagt til að ferðaþjónusta fatlaðs fólks og ferðaþjónusta aldraða sé aðskilin í reglum sveitarfélagsins.

Fjölskyldu- og félagsmálaráð leggur til að í lið 7.3.2. í reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks komi fram hámark um fjölda ferða. Lagt til að hámark verði 62 ferðir á mánuði.

Drög að reglum að öðru leyti samþykktar.

4. Skýrsla starfshóps um húsnæðismál Hæfingarstöðvarinnar.pdf (2014080304)
Skýrsla starfshóps um húsnæðismál Hæfingarstöðvarinnar. Skýrslan var lögð fyrir bæjarráð 4.12.14

Fulltrúar Fjölskyldu- og félagsmálaráðs í starfshóp um húsnæðismál Hæfingarstöðvarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
,,Starfshópur um húsnæðismál Hæfingarstöðvarinnar óskar eftir því að fá að halda vinnu hópsins áfram eftir að ákvörðun bæjarráðs liggur fyrir um framtíðarhúsnæði starfseminnar. Hópurinn telur rétt að fylgja eftir þeim tillögum sem lagðar voru til, s.s. ganga frá samningsmálum við Kadeco, biðla til líknarfélaga um stuðning við Hæfingarstöðina, flutningar, markaðsátak o.s.fr. Starfshópurinn sé virkur þar til Hæfingarstöðin hefur hafið starfsemi í framtíðarhúsnæði."

Fjölskyldu- og félagsmálaráð styður framkomna tillögu starfshópsins og leggur til að hópurinn taki að sér verkefni markaðsstjóra samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.

Fjölskyldu - og félagsmálaráð styður tillögu starfshópsins að Hæfingarstöðin verði staðsett í byggingu 755 á Ásbrú.

5. Drög að reglum um liðveislu_endurskoðun.docx (2014120107)
Sigríður Daníelsdóttir leggur fram til kynningar drög að reglum um liðveislu.

6. Drög að endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð (2014120108)
Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri Fjölskyldu- og félagssvið leggur fram til kynningar drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.

7. Fjárhagsáætlun FFR 2015 (2014090555)
Farið  yfir helstu áherslur í drögum að fjárhagsáætlun 2015

Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri Fjölskyldu- og félagssviðs kynnir helstu áherslur í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

8. Minnisblað vegna fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í nóvember 2014 (2014080551)
Tölulegar upplýsingar lagðar fram á fundinum

Forstöðumaður stoðdeildar lagði fram eftirfarandi upplýsingar:

a) Greiðslur deildarinnar í nóvember 2014
Fjárhagsaðstoð kr:  21.517.218
Húsaleigubætur kr: 35.794.577

14 erindi bárust  áfrýjunarnefnd í nóvember.
8 erindi voru samþykkt, 1 erindi frestað og 5 erindum synjað.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. desember 2014.
Bæjarstjórn samþykkir 11-0 að vísa fundargerðinni til bæjarráðs.