13.03.2015 11:36

332. fundur Fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar haldinn 9. mars 2015 að Tjarnagötu 12, kl: 14:00

Mættir : Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdarstjóri FFR og Bjarney Rós Guðmundsdóttir fundarritari.


1. Umsókn um 5. barn í daggæslu barna í heimahúsi (2014070183)
Ragnheiður Lúðvíksdóttir sækir um leyfi vegna 5. barns í daggæslu barna í heimahúsi frá og með 1. apríl 2015.

Umsókn er samþykkt að uppfylltum öllum skilyrðum um leyfisveitingar til dagforeldra.

2. Málefni innflytjenda (2014040071)
Umræða um fjölmenningarmál í sveitarfélaginu

Lögð fram tillaga stýrihóps í fjölmenningarmálum í Reykjanesbæ um að Mannréttindaskrifstofu  Íslands verði útvegað húsnæði til að geta sinnt lögfræðiráðgjöf til innflytjenda og að ferðakostnaður vegna þjónustunnar verði greiddur.

Fjölskyldu- og félagsmálaráð samþykkir tillögu stýrihópsins.

Fjölskyldu- og félagsmálaráð leggur jafnframt til að stýrihópur í fjölmenningarmálum endurskoði fjölmenningarstefnu frá árinu 2004.og komi með tillögur að breytingum fyrir júní 2015.

3. Fjölskyldustefna Reykjanesbæjar (2015010197)
Fjölskyldustefna Reykjanesbæjar - endurskoðun lokið

Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri gerir grein fyrir breytingum á Fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar.

4. Virkninámskeið fjölskyldu- og félagssviðs 2015 (2015020251)
Upplýsingar um virkninámskeið og önnur úrræði

Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri gerir grein fyrir úrræðum sem ráðgjafar FFR vísa í:

Stígur - samstarf Vinnumálastofnunnar og félagsþjónustu sveitarfélaga.
VIRK - samstarf félagsþjónustu sveitarfélaga á Suðurnesjum og VIRK starfsendurhæfing.
VIRKNI - námskeið á vegum Fjölskyldu- og félagssviðs í samstarfi við MSS.
Björgin geðræktarmiðstöð á Suðurnesjum - námskeið og einstaklingsvinna.
Fjölsmiðjan - náms- og starftengt úrræði fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára.

5. Breyting á reglum um niðurgreiðslu vegna daggæslu barna í heimahúsi (2015010174)
Framkvæmdarstjóri gerir grein fyrir málinu

Hera Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagssviðs gerir grein fyrir 4. máli í dagskrá 331. fundar.

6. Tölfræði FFR (2015010174)
Upplýsingar um stöðu einstakra málaflokka

Framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagssviðs fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í febrúar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
__________

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 17. mars 2015.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa 2. máli til bæjarráðs.  Fundargerðin samþykkt 11-0 að öðru leyti.