27.10.2015 16:16

337. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 26. október 2015 að Tjarnargötu 12, kl: 14:00.

Mættir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður og Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs sem jafnframt ritar fundargerðina.


1. Access Iceland - aðgengi fyrir alla  (2014120107)
Svar við umsókn um styrk frá Velferðarráðuneytinu til úttekta í aðgengismálum fatlaðs fólks 2015
Velferðaráðuneytið  hefur samþykkt styrk að upphæð kr: 440.000

2. Félagslegt leiguhúsnæði (2015090166)
Könnun á rétti leigjenda til áframhaldandi búsetu í félagslegum leiguíbúðum

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir könnun sem gerð var meðal einstaklinga og fjölskyldna í félagslegu leiguhúsnæði.
Alls hafa 109 af 151 svarað könnuninni eða um 72%.  Velferðarráð vísar málum þeirra leigjenda sem uppfylla ekki lengur  tekjumörk til búsetu í félagslega íbúðarkerfinu til áfrýjunarnefndar. 

3. Fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2016 (2015070183)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.  Ákveðið að fara yfir þjónustuúrræði sem ekki eru lögbundin og skoða nánari útfærslu á þeim, s.s. tekjutengingu gjaldskráa o.fl.

4. Tölfræði Velferðarsviðs fyrir september (2015030359)
Farið yfir stöðu einstakra málaflokka

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í júlí og ágúst 2015 og bar saman við sömu mánuði árið 2014.

Leiðrétting vegna máls nr. 4 í  fundargerð Velferðarssviðs frá 28. september sl. um tölfræði í ágúst 2015. Þá voru greiddar 13.531.725 til framfærslu einstaklinga en ekki 15.531.725 líkt og kemur fram í fundagerð.

Fjárhagsaðstoð

Í september 2015 var greitt til framfærslu kr.14.021.686,-. Fjöldi einstaklinga var 126.
Árið 2014 var í sama mánuði greitt kr. 19.667.527,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga var 189.

Velferðaráð vill vekja athygli á því að  aðkeypt úrræði hjá  Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum,    samstarf velferðarsviðs við starfsendurhæfingarsjóð  Virks og   Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er að skila tilætluðum árangri.

Húsaleigubætur

Í september 2015 var greitt kr. 32.950.721,- í húsaleigubætur, Árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 36.049.258,- í húsaleigubætur.

Áfrýjunarnefnd

Í september voru 12 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 4 erindi samþykkt, 5 erindum synjað og 3 erindum frestað.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 3. nóvember nk.

Fundargerðin samþykkt 11-0. Kristinn Þór Jakobsson, Eysteinn Eyjólfsson, Kjartan Már Kjartansson og Guðbrandur Einarsson tóku til máls við afgreiðslu fundargerðar.