27.11.2015 11:39

338. fundar velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn 23. nóvember 2015 að Tjarnargötu 12.

Mættir : Elfa Hrund Guttormsdóttir, formaður, Jasmína Crnac, aðalmaður, Ingigerður Sæmundsdóttir, aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson, aðalmaður, Sólmundur Friðriksson, aðalmaður,  Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri og Bjarney Rós Guðmundsdóttir, ritari,

1. Rammi fjárhagsáætlunar 2016 (2015070183)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Velferðarráð leggur til að tekið verði upp gjald vegna heimsendingar matar. Jafnframt að kannaður verði umsýslukostnaður vegna breytingar á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu.

Velferðarráð leggur til að sérstakar húsaleigubætur verði ekki lagðar niður árið 2016 heldur að lágmarkshlutdeild leigjenda í leiguverði verði aukinn úr kr. 50.000 í kr. 60.000.

Velferðarráð felur sviðsstjóra Velferðarsviðs að leita eftir auknu samstarfi við heilbrigðisþjónustu í málefnum aldraðra, fatlaðra og langveikra barna.

Velferðarráð vill vekja athygli á því að í málefnum fatlaðs fólks þarf að sýna sérstakt aðhald í þjónustu þar sem fjárveitingar ríkisins eru í engu samræmi við fyrirliggjandi þarfir.

2. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Reykjanesbæjar (2015090358)
Óskað eftir umsögn Velferðarráðs vegna endurskoðunar á jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar.

Velferðarráð gerir engar athugasemdir.

3. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur í október 2015 (2015030359)
Farið yfir stöðu fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í október og bar saman við sama mánuði árið 2014.

Fjárhagsaðstoð

Í október 2015 var greitt til framfærslu kr.12.889.923,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 120.
Árið 2014 var í sama mánuði greitt kr. 20.336.688,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga var 186.

Húsaleigubætur

Í október 2015 var greitt kr. 33.060.699,- í húsaleigubætur, Árið 2014 var greitt í sama mánuði kr. 36.374.203,- í húsaleigubætur.

Áfrýjunarnefnd

Í október voru 12 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 5 erindi samþykkt/staðfest, 4 erindum synjað og 3 erindum frestað.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. desember nk.

Fundargerðin samþykkt 11-0 án umræðu.