344. fundur

25.08.2016 00:00

344. fundur Velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12, 25. ágúst.2016, kl. 14:00.

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Kristín Gyða Njálsdóttir varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Sigríður Daníelsdóttir Forstöðumaður Fjölskyldumála og Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Staða fjárhagsáætlunar 2016 (2015070183)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, fer yfir stöðu fjárhagsáætlunar eftir fyrstu 7 mánuði ársins.

2. Fjárhagsáætlun 2017 (2016070185)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs greinir frá ramma fjárhagsáætlunar sem hefur verið gefinn út fyrir árið 2017.
  - Farið yfir drög að breytingum að nýjum gjaldskrám fyrir árið 2017.
  - Umræða um nýframkvæmdir í sértækum búsetuúrræðum fatlaðra.

3. Tillaga að lausn fyrir heimilislausa í Reykjanesbæ (2016050139)

Í framhaldi af 3. máli 343. fundar Velferðarráðs fer Hera Ósk Einarsdóttir, sviðssjóri Velferðarsviðs, yfir tillögur að lausnum í húsnæðismálum einstaklinga sem glíma við fíkni- og geðvanda.
Velferðarráð leggur til að fest verði kaup á tveimur forsniðnum einingahúsum til að leysa bráðan húsnæðisvanda heimilislausra einstaklinga í Reykjanesbæ.

4. Ljósanótt 2016 - rekstur athvarfs (2016080294)
Rætt um breytt fyrirkomulag á Ljósanótt 2016.

5. Frumvarp til breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga (2016080293)
Farið yfir umsögn starfsmanna Velferðarsviðs Reykjanesbæjar um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

6. Frumvarp til nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með sértækar stuðningsþarfir (2016080293)
Farið yfir umsögn starfsmanna Velferðarsviðs Reykjanesbæjar um drög að frumvarpi til nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með sértækar stuðningsþarfir.

7. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur í maí, júní og júlí (2016040059)
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri Virkniteymis, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og húsaleigubóta í maí, júní og júlí 2016 og bar saman við sömu mánuði árið 2015.
Fjárhagsaðstoð
Í maí 2016 var greitt til framfærslu kr. 13.084.164,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 117. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 17.000.780,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 155.
Í júní 2016 var greitt til framfærslu kr. 10.429.273,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 100. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 13.511.168,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 130.
Í júlí 2016 var greitt til framfærslu kr. 11.035.931,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 99. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 14.749.295,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 126.
Líkt og undanfarna mánuði fækkaði umsóknum um endurnýjun á framfærslustyrk umtalsvert. Í maí voru 19 umsækjendur sem ekki endurnýjaði umsókn sína, 20 nýjar umsóknir samþykktar í mánuðinum. Í júní voru 25 umsækjendur sem ekki endurnýjuðu umsóknir sínar, 8 nýjar umsóknir samþykktar í mánuðinum. Í júlí voru 18 umsækjendur sem ekki endurnýjuðu umsóknir sínar, 17 nýjar umsóknir samþykktar í mánuðinum.
Húsaleigubætur
Í maí 2016 var greitt kr. 31.103.672,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 32.614.575,- í húsaleigubætur.
Í júní 2016 var greitt kr. 30.203.683,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 32.638.259,- í húsaleigubætur.
Í júlí 2016 var greitt kr. 29.318.813,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 32.690.767,- í húsaleigubætur.
Áfrýjunarnefnd
Í maí 2016 voru 8 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 4 erindi samþykkt/staðfest, 3 erindum synjað og 1 erindi frestað.
Í júní 2016 voru 12 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd,  6 erindi samþykkt/staðfest og 6 erindum synjað. Í júlí 2016 voru 10 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 5 erindi samþykkt/staðfest og 5 erindum synjað.


Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. september 2016.