14.10.2016 00:00

346. fundur Velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. október 2016 kl. 8:15.

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Kristín Gyða Njálsdóttir varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs, Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður Fjölskyldumála og Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Fjárhagsáætlun 2017 (2016070185)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs greinir frá drögum að fjárhagsáætlun 2017.
- Umræða um einstaka liði fjárhagsáætlunar.
Velferðarráð leggur til að grunnkvarði fjárhagsaðstoðar verði hækkaður, skv. reglum Reykjanesbæjar um fjárhagsaðstoð, miða við vísitölu neysluverðs frá síðustu hækkun Velferðarráðs 1. janúar 2013.
Baklandið, eftirskólaúrræði fyrir börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður, hefur verið starfrækt síðastliðin ár. Að vel athuguðu máli er lagt til að starfsemi Baklandsins verði hætt í núverandi mynd vegna sölu Kadeco á húsnæðinu. Kadeco lagði verkefninu lið með fríu húsnæði frá árinu 2008. Hægt verður að mæta einhverjum af þeim börnum sem nú eru í Baklandinu með úrræðum á vegum barnaverndar og fjölskyldudeildar.
Velferðarráð leggur til að umsjón með starfsemi Fjölskyldusetursins verði færð til Fræðslusviðs í ljósi nýtingar á húsnæðinu.

2. Fundargerð Öldungaráðs (2016100117)
Lagt fram til kynningar

3. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og húsaleigubætur í september (2016040059)
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri Virkniteymis, fór yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og
húsaleigubóta í september 2016 og bar saman við sömu mánuði árið 2015.
Fjárhagsaðstoð
Í september 2016 var greitt til framfærslu kr. 9.033.075,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 82. Árið 2015 var í sama mánuði greitt kr. 14.021.686,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 126. Líkt og undanfarna mánuði fækkaði umsóknum um endurnýjun á framfærslustyrk umtalsvert. Í september voru 27 umsækjendur sem ekki endurnýjaði umsókn sína, 11 nýjar umsóknir samþykktar í mánuðinum.
Húsaleigubætur
Í september 2016 var greitt kr. 30.394.698,- í húsaleigubætur. Árið 2015 var greitt í sama mánuði kr. 32.950.721,- í húsaleigubætur.
Áfrýjunarnefnd
Enginn fundur var haldinn í áfrýjunarnefnd í september.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 1. nóvember 2016.