19.06.2017 00:00

353. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 19.06.2017 kl. 13:30.

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Ísak Ernir Kristinsson aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs og Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Framtíðarþing um farsæla öldrun í Reykjanesbæ (2017030440)
Samantekt um framtíðarþing um farsæla öldrun í Reykjanesbæ sem haldið var á Nesvöllum þann 6. apríl síðastliðinn lögð fram til kynningar.

2. Styrkur frá Þróunarsjóði innflytjendamála (2017060214)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, greinir frá styrk sem velferðarsvið Reykjanesbæjar hlaut frá Þróunarsjóði innflytjendamála.

3. Lokadrög að fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar (2014010845)
Stýrihópur í málefnum innflytjenda hefur farið yfir umsagnir annarra fagnefnda og leggur fram lokadrög að nýrri fjölmenningarstefnu Reykjanesbæjar.
Velferðarráð leggur til að sviðin, hvert fyrir sig, vinni að framkvæmdaráætlun til að innleiða fjölmenningarstefnu í allt starf Reykjanesbæjar.
Velferðarráð leggur til eftirfarandi breytingar á orðlagi:
Aðgengi að þjónustu Reykjanesbæjar 
Fyrsta setning hljóði svo: Reykjanesbær leggur áherslu á að í allri starfsemi sinni sé tekið tillit til...
Miðlun upplýsinga
Að bætt verði við að upplýsingum verði miðlað á íslensku, ensku og pólsku.

4. Mælaborð 2017 (2017010356)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fer yfir lykiltölur velferðarsviðs Reykjanesbæjar í apríl
Mælaborði 2017.

5. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og sérstakan húsnæðisstuðning í apríl og maí 2017 (2017030440)
Farið yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í apríl og maí 2017.

Fjárhagsaðstoð
Í apríl 2017 var greitt til framfærslu kr. 9.951.678,- Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 81. Árið 2016 var í sama mánuði greitt kr. 12.687.267,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 116.
Milli mars og apríl 2017 voru 13 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 17 nýjar umsóknar samþykktar á móti.
Í maí 2017 var greitt til framfærslu kr. 8.482.597. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 74. Árið 2016 var í sama mánuði greitt kr 13.084.164,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 117.
Milli apríl og maí 2017 voru 15 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 8 nýjar umsóknar samþykktar á móti.

Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í apríl 2017 var greitt kr. 1.189.236,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 94.
Í maí 2017 var greitt kr. 1.139.111,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 89.

Áfrýjunarnefnd
Í apríl 2017 voru 14 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 10 erindi samþykkt/staðfest, 3 erindi synjað og 1 erindi frestað/vísað frá/dregin tilbaka.
Í maí 2017 voru 5 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, öll erindi samþykkt/staðfest.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs 29. júní 2017.