358. fundur

06.12.2017 00:00

358. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 6.12.2017 kl. 14:00.

Viðstaddir: Elfa Hrund Guttormsdóttir formaður, Ingigerður Sæmundsdóttir aðalmaður, Jasmína Crnac aðalmaður, Sólmundur Friðriksson aðalmaður, Birgitta Jónsdóttir Klasen varamaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Bjarney Rós Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og ritari fundar.

1. Drög að stefnu í málefnum eldri borgara (2017090256)
Á 355. fundi velferðarráðs, sem haldinn var 25. september 2017, voru drög að stefnu í málefnum eldri borgara lögð fram til kynninga.
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fer yfir ábendingar Friðjóns Einarssonar formanns bæjarráðs og Kristins Þórs Jakobssonar bæjarfulltrúa um stefnuna.
Velferðarráð þakkar fyrir ábendingarnar og vinnur áfram með drögin.

2. Fjölþætt heilsuefling í Reykjanesbæ (2016100308)
Rætt um framtíð verkefnisins í Reykjanesbæ.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið og verður haldið áfram með það á næsta ári.

3. Drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning (2017010329)
Drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning lögð fram til kynningar.

4. Dagdvalir aldraðra (2017110178)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, greinir frá synjun Velferðarráðuneytis á framlagi úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að fjölga rýmum í dagdvölum aldraðra í Reykjanesbæ.
Velferðarráð leggur áherslu á að mikil þörf er á fjölgun rýma í dagdvölum aldraðra í Reykjanesbæ en beiðnum sveitarfélagsins um fjölgun rýma hefur verið ítrekað synjað af ráðuneytinu síðastliðin níu ár.

5. Tölulegar upplýsingar um fjárhagsaðstoð og sérstakan húsnæðisstuðning (2017030442)
Farið yfir lykiltölur fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í október 2017.

Fjárhagsaðstoð
Í október 2017 var greitt til framfærslu kr. 8.834.358,-. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 75. Árið 2016 var í sama mánuði greitt kr. 11.234.894,- til framfærslu. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 92.

Milli september og október 2017 voru 15 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsókn sína, 13 nýjar umsóknar samþykktar á móti.

Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í september 2017 var greitt kr. 1.596.346,- í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 128.

Áfrýjunarnefnd
Í september 2017 voru 8 erindi til afgreiðslu í áfrýjunarnefnd, 7 erindi samþykkt/staðfest, 1 erindi frestað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. desember 2017.