08.08.2018 00:00

364. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. ágúst 2018 kl. 14:00

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Anna Steinunn Jónasdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Álit umboðsmanns Alþingis vegna húsnæðisvanda utangarðsfólks (2018010070)
Lagt fram.
Pálmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fasteigna Reykjanesbæjar mætti á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi félagslegt húsnæði í sveitarfélaginu.
Velferðarráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

2. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd (2018040197)
Lögð fram greinargerð verkefnisstjóra þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ.
Velferðarráð telur ekki forsendur til að Reykjanesbær geti tekið aftur við einstaklingum í þjónustu og hafnar því erindi Útlendingastofnunar þess efnis.

3. Mælaborð velferðarsviðs og tölulegar upplýsingar janúar - júní 2018 (2018020247)
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fór yfir lykiltölur sviðsins.
Fjárhagsaðstoð
Í júní 2018 var greitt til framfærslu kr. 10.870.600. Fjöldi einstaklinga og fjölskyldna voru 87.
Árið 2017 var í sama mánuði greitt kr. 8.968.232 til framfærslu. Fjöldi einstaklinga og fjölskyldna var þá 80.
Milli maí og júní voru 17 einstaklingar/fjölskyldur sem endurnýjuðu ekki umsóknir sínar og 20 nýjar umsóknir samþykktar á móti.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í júní 2018 var greitt kr. 2.023.373 í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 155.
Áfrýjunarnefnd
Enginn fundur var í áfrýjunarnefnd í júní 2018.

4. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 28. maí 2018 (2018010210)
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerðir úthlutunarhóps velferðarráðs 28. maí og 1. ágúst 2018 (2018010366)
Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Önnur mál (2018010214)
a. Umræðu- og upplýsingafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um ný lög um þjónustu við fatlað fólk og breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 1. október 2018 verður haldinn föstudaginn 24. ágúst 2018 kl. 13:00 – 16:00.
b. Starfsdagur velferðarsviðs verður haldinn 29. ágúst 2018.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. ágúst 2018.