12.09.2018 00:00

365. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. september 2018 kl. 14:00.

Viðstaddir:
Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2019 (2018090098)
María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldudeildar, Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður öldrunarþjónustu og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála mættu á fundinn og fóru yfir ramma fjárhagsáætlunar og helstu áherslur velferðarsviðs fyrir árið 2019 ásamt Heru Ósk Einarsdóttur, sviðsstjóra velferðarsviðs.

2. Umsókn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands um stofnframlag vegna byggingar íbúða að Stapavöllum (2018080434)
Brynja hússjóður sækir um stofnframlag vegna byggingar 7 íbúða raðhúss.
Velferðarráð leggur til að umsókn um stofnstyrk verði samþykkt. Fram kemur í umsókn Brynju hússjóðs að húsnæðið er ætlað þeim eigendum sem uppfylla tekju- og eignamörk félagslegs húsnæðis.
Fyrirhuguð staðsetning er miðsvæðis í sveitarfélaginu, nálægt verslun og þjónustu og íbúðum er ætlað að fullnægja ýtrustu kröfum um aðgengi, sérstaklega í baðherbergi og gert er ráð fyrir rými vegna hjálpartækja. Það er biðlisti eftir félagslegu húsnæði fyrir fólk með fötlun hjá sveitarfélaginu sem bygging Brynju, hússjóðs ÖBÍ mun svara að einhverju leyti. Elstu umsóknir þessa hóps eru frá 2007.

3. Erindi um íbúðareiningar (2018080093)
Víkurröst ehf. hefur sótt um heimild umhverfis- og skipulagsráðs til að setja niður íbúðaeiningar á lóð félagsins við Víkurbraut 6. Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir umsögn velferðarsviðs.
Velferðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra að senda umsögn til umhverfis- og skipulagsráðs.

4. Breytingar á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra (2018090104)
Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldudeildar mætti á fundinn. Lögð er fram tillaga um breytingu á reglum um ferðaþjónustu fatlaðs fólks, 3 mgr. 8.3.4. gr. vegna gjaldtöku.
Velferðarráð samþykkir tillöguna.

5. Endurskoðun á reglum um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar (2018080103)
María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar mætti á fundinn. Lögð er fram tillaga um breytingu á reglum um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannsaðstoðar, 5.7.6. gr.
Velferðarráð samþykkir tillöguna.

6. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 3. september 2018 (2018010210)
Fundargerðin lögð fram.

7. Mælaborð velferðarsviðs og tölulegar upplýsingar ágúst 2018 (2018020247)
Fjárhagsaðstoð:
Í júlí 2018 voru 74 einstaklingar sem fengu greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls var greitt kr. 8.864.288,-. Í sama mánuði árið 2017 voru 75 einstaklingar sem fengu greitt. Það var því fækkun um 13 einstaklinga á milli mánaða. Við nánari greiningu kemur í ljós að 26 einstaklingar sem höfðu fengið greitt í júní fengu ekki greitt vegna júlí. Skýringarnar eru m.a. að einstaklingar fóru á endurhæfingar- eða örorkulífeyri, höfðu áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta eða reyndu fyrir sér á vinnumarkaði.
Í ágúst 2018 voru 82 einstaklingar sem fengu greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls var greitt kr. 9.907.361,-. Í sama mánuði 2017 voru 79 einstaklingar sem fengu greitt. Það var því fjölgun um 8 einstaklinga milli júlí og ágúst. Við nánari greiningu kemur í ljós að 10 einstaklingar endurnýjuðu ekki umsókn sína í ágúst. Skýringarnar eru m.a. að einstaklingar fóru á endurhæfingar- eða örorkulífeyri, lánshæft nám eða reyndu fyrir sér á vinnumarkaði.

Sérstakur húsnæðisstuðningur:
Í júlí 2018 var greitt kr. 1.874.306 í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 152.
Í ágúst 2018 var greitt kr. 2.030.941 í sérstakan húsnæðisstuðning. Fjöldi einstaklinga/fjölskyldna var 162.

Áfrýjunarnefnd:
Í júlí 2018 voru 13 erindi lögð fyrir áfrýjunarnefnd velferðarráðs. 10 erindi voru samþykkt, 2 erindum frestað og 1 erindi synjað.
Í ágúst 2018 voru 12 erindi lögð fyrir áfrýjunarnefnd velferðarráðs. 11 erindi voru samþykkt, 1 erindi synjað.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. september 2018.