10.10.2018 00:00

367. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. október 2018 kl. 14:00.

Viðstaddir: Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun 2019 (2018090098)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir breytingar sem gerðar hafa verið á fjárhagsáætlun sviðsins frá síðasta fundi velferðarráðs.

2. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd (2018040197)
Iðunn Ingólfsdóttir verkefnastjóri mætti á fundinn.
Erindi frá Útlendingastofnun þar sem óskað er eftir stækkun þjónustusamnings stofnunarinnar við Reykjanesbæ í kjölfar breytinga á húsnæðismálum fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Velferðarráð getur ekki orðið við þessu erindi Útlendingastofnunar. Það fyrirkomulag sem kynnt er í erindinu samræmist ekki þeirri hugmyndafræði sem Reykjanesbær starfar eftir. Allir innviðir sveitarfélagsins eru nú þegar komnir að þolmörkum auk þess sem innviðir lögreglu og heilbrigðiskerfis eru með þeim hætti að ekki er á þá bætandi.

3. Styrktarsjóðurinn Rósin - umsókn um styrk (2018100067)
Umsókn um styrk frá styrktarsjóðnum Rósinni sem er í umsjón Kiwanisklúbbsins Hraunborgar vegna útgáfu söngbókar sem stefnt er á að afhenda dvalar- og hjúkrunarheimilum og félagsmiðstöðvum aldraðra án endurgjalds.
Velferðarráð telur að þetta sé metnaðarfullt verkefni en getur því miður ekki orðið við beiðninni.

4. Fundargerðir stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 10. september og 1. október 2018 (2018010210)
Fundargerðirnar lagðar fram.

5. Fundargerð þjónustuhóps aldraðra 24. september 2018 (2018030109)
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð samtakahópsins 27. september 2018 (2018020349)
Fundargerðin lögð fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. október 2018.