14.11.2018 00:00

368. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. nóvember 2018 kl. 14:00.

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Lög um þjónustu við fatlað fólk og félagsþjónustu sveitarfélaga (2018050109)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti ný lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

2. Skipun vinnuhóps vegna húsnæðisstuðnings sveitarfélagsins (2018110118)
Velferðarráð samþykkir skipun starfshóps til að fara yfir húsnæðisstuðning sveitarfélagsins með hliðsjón af þeim breytingum sem hafa orðið m.a. á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem og ábendingum í ályktun umboðsmanns Alþingis í áliti hans vegna húsnæðisvanda utangarðsfólks í Reykjavík (mál nr. 9164/2016) og stöðu og þróun húsnæðismála eins og hún kemur fram í skýrslu Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins sem kynnt var á nýliðnu Húsnæðisþingi 2018. Starfshópurinn verður samsettur af þremur fulltrúum úr velferðarráði, tveimur starfsmönnum úr úthlutunarhópi velferðarráðs í húsnæðismálum, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og framkvæmdastjóra Fasteigna Reykjanesbæjar.

3. Öryggismál starfsmanna velferðarsviðs (2018110119)
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu. Velferðarráð telur brýnt að nú þegar verði farið í aðgerðir til að tryggja öryggi starfsfólks og óskar eftir að mannauðsstjóri mæti á næsta fund velferðarráðs þann 12. desember nk. og kynni stöðu öryggismála.

4. Fundargerð samtakahópsins 18. október 2018 (2018020349)
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja 5. nóvember 2018 (2018010210)
Fundargerðin lögð fram.

6. Mælaborð velferðarsviðs og tölulegar upplýsingar (2018020247)
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir mælaborð velferðarsviðs fyrir janúar til september 2018.

7. Pólsk menningarhátíð 10. nóvember 2018 (2018090335)
Pólska menningarhátíðin sem haldin var laugardaginn 10. nóvember síðastliðinn heppnaðist einstaklega vel og var aðsókn framar björtustu vonum. Velferðarráð þakkar verkefnastjóra fjölmenningarmála ásamt öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarinnar sérstaklega fyrir skipulag og utanumhald. Við viljum einnig þakka styrktaraðilum fyrir þeirra aðkomu. Menningarhátíðin er augljóslega komin til að vera.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:25. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. nóvember 2018.