10.05.2019 13:00

374. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. maí 2019 kl. 13:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Neyðarsjóður - erindi frá Fjölskylduhjálp Íslands (2019051283)

Fjölskylduhjálp Íslands óskar eftir framlagi í neyðarsjóð.
Málinu er frestað og óskar velferðarráð eftir frekari gögnum.

2. Úthlutunarhópur félagslegs húsnæðis - biðlisti, innlausnir og úthlutanir (2019051276)

30. apríl 2019 voru 132 umsóknir fyrirliggjandi um félagslegt húsnæði hjá sveitarfélaginu. Á tímabilinu janúar til apríl 2019 hafa 5 félagslegar íbúðir komið til úthlutunar. Á bakvið umsækjendur eru 114 börn.
Fyrir liggur 81 umsókn um íbúðir aldraðra þann 30. apríl 2019. Á tímabilinu janúar til apríl 2019 hafa 3 íbúðir aldraðra komið til úthlutunar.

Fylgigögn

Úthlutunarhópur félagslegs húsnæðis - apríl 2019

3. Umsókn um stofnframlag 2019 - Skógarbraut 926 - 929 (2019050782)

Lagt fram til kynningar.

4. Þróun framlaga Jöfnunarsjóðs til málefna fatlaðra á velferðarsviði 2011 - 2018 (2019051285)

Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála, mætti á fundinn. Á undanförnum árum hefur sveitarfélagið þurft að greiða umtalsverðar upphæðir með málaflokknum en árið 2018 voru útsvarstekjur og jöfnunarframlög nær raunkostnaði þannig að sú upphæð lækkaði verulega og fagnar velferðarráð því.

Fylgigögn

Yfirlit framlaga jöfnunarsjóðs vegna fatlaðs fólks árið 2018
Samantekt - málefni fatlaðs fólks framlög og gjöld 2011-2018

5. Ársskýrsla og ársreikningur Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 2018 (2019051060)

Lagt fram til kynningar.

Fylgigögn

Ársskýrsla Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 2018

6. Undirbúningur að byggingu nýs hjúkrunarheimilis (2019050812)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, kynnti drög að samningi milli heilbrigðisráðuneytisins og Reykjanesbæjar um byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ.

7. Mælaborð velferðarsviðs og tölulegar upplýsingar (2019050519)

Mælaborð fyrir janúar - apríl 2019 lagt fram.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. maí 2019.