12.02.2020 14:00

384. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. febrúar 2020 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála, Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður stuðningsþjónustu og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Samstarfsverkefnið Ábyrg saman - stöðumat (2019080487)

María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, greindi frá stöðu forvarnarverkefnisins Ábyrg saman. Um er að ræða eins árs tilraunaverkefni í samstarfi velferðarsviðs Reykjanesbæjar og Lögreglustjórans á Suðurnesjum þar sem áhersla er lögð á að efla forvarnir og beita snemmtækri nálgun til að mæta áhættuhegðun hjá börnum.

Fylgigögn:

Staðan á verkefninu Ábyrg saman

2. Að halda glugganum opnum – samstarfsverkefni vegna heimilisofbeldis (2020021100)

María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, kynnti samstarfsverkefni milli Lögreglustjórans á Suðurnesjum og félagsþjónustu sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna heimilisofbeldis sem hófst 1. febrúar 2013. Eitt af markmiðum verkefnisins var að koma skýrum skilaboðum út í samfélagið um að ofbeldi á heimilum verði ekki liðið og að auka þjónustu við þolendur heimilisofbeldis ásamt því að styrkja rannsóknarþáttinn hjá lögreglu. Samstarfið hefur verið mjög gott, reglulegir samráðsfundir hafa verið haldnir og hefur orðið þróun á verklagi á tímabilinu.

Fylgigögn:

Heimilisofbeldi á árunum 2015 - 2019

3. Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar (2019051289)

Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður stuðningsþjónustu, kynnti lokaskýrslu um samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar.

Í lok febrúar 2019 samþykktu framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og bæjarráð Reykjanesbæjar tillögur starfshóps um að samþætta þjónustu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu eins og kemur fram í heilbrigðisstefnu til 2030. Tillögurnar lúta að því að brúa bilið á milli heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu með því að setja skýr markmið, skilgreina verkefnin, búa til verklagsreglur og sameiginlegt skipulag ásamt mati á gæðum og þróun þjónustunnar.

Velferðarráð fagnar því að skýrslan hafi litið dagsins ljós og að búið sé að formfesta samþættingu heimaþjónustu.

Á grundvelli skýrslunnar leggur ráðið til að skrifað verði undir samning um samþætta heimaþjónustu.

4. Reglur um félagsþjónustu sveitarfélagsins – þjónusta við fatlað fólk (2019120104)

Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála, kynnti tillögur að breytingum á 8. grein reglna um félagslega þjónustu í Reykjanesbæ, sem varðar þjónustu við fatlað fólk.

Velferðarráð felur forstöðumanni fjölskyldumála og sviðsstjóra velferðarsviðs að útfæra tillögurnar nánar og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

5. Starfsmannamál (2020021011)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs og Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála, gerðu grein fyrir málinu.

6. Starfsáætlun velferðarsviðs 2020 (2019120103)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, lagði fram lokadrög að starfsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2020.

Velferðarráð samþykkir starfsáætlunina.

7. Fundargerð Samtakahópsins 21. janúar 2020 (2020010330)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins 21. janúar 2020

8. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2020021149)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fór yfir mælaborð ársins 2019 og tölulegar upplýsingar fyrir janúar 2020.

Fylgigögn:

Tölulegar upplýsingar velferðarsviðs fyrir janúar 2020


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. febrúar 2020.