388. fundur

10.06.2020 14:00

388. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. júní 2020 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Sigríður Daníelsdóttir sat fundinn í 3. og 4. máli.

1. MST-CAN fjölkerfameðferð (2020060115)

María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, mætti á fundinn og kynnti málið.

Í framkvæmdaáætlun í barnavernd fyrir árin 2019-2022 hjá ríkinu er lögð áhersla á að innleiða MST – CAN sem er fjölkerfameðferð fyrir fjölskyldur barna frá sex ára aldri þar sem börn búa við ofbeldi eða vanrækslu. Barnaverndarstofa leitar eftir sveitarfélögum sem eru tilbúin til að taka þátt í þessu tilraunaverkefni. Óskað er eftir svari fyrir 18 júní 2020.

Velferðarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

2. Starfsumhverfi á velferðarsviði – niðurstöður og tillögur (2020021011)

Kristinn Óskarsson, mannauðsstjóri, fór yfir niðurstöður úr úttekt á starfsumhverfi á velferðarsviði sem unnin var af Líf og sál, sálfræði- og ráðgjafastofu, ásamt tillögum sem miða að því að bæta starfsumhverfið.

Velferðarráð mun fylgjast með framvindu málsins.

3. Öryggisgæsla og öryggisvistun (2020060028)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð tekur jákvætt í erindið.

Fylgiskjöl:

Öryggisgæsla og öryggisráðstafanir á Íslandi - skýrsla

4. Áfangaheimili (2020060125)

Börkur Birgisson og Pétur R. Pétursson frá Minningarsjóði Þorbjörns Hauks Liljarssonar, Öruggt skjól, mættu á fundinn og kynntu hugmynd að áfangaheimili sem sjóðurinn hefur hug á að opna í Reykjanesbæ.

5. Aðgerðir á velferðarsviði vegna efnahagsáhrifa COVID-19 (2020050218)

Velferðarráð lýsir yfir ánægju með þau störf sem Reykjanesbær fékk úthlutað í átaki félagsmálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar um sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri.

6. Hjálpræðisherinn - samstarf við Reykjanesbæ (2020060126)

Erindi frá Hjálpræðishernum þar sem óskað er eftir samstarfi við Reykjanesbæ.

Velferðarráð þakkar Hjálpræðishernum fyrir starf hans á svæðinu sl. 13 ár. Sviðsstjóra er falið að meta hvaða tækifæri eru til samstarfs við Hjálpræðisherinn.

Fylgiskjöl:

Erindi frá Hjálpræðishernum

7. Fjölþætt heilsuefling 65+ - áfangaskýrsla 2019 – 2020 (2020050203)

Áfangaskýrsla IV frá Janusi heilsueflingu lögð fram. Í skýrslunni er farið yfir stöðu verkefnisins Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ um áramót 2019/2020.

Velferðarráð telur jákvætt hversu góð aðsókn er í Fjölþætta heilsueflingu 65+ og að niðurstöður úr rannsóknum sem gerðar hafa verið í tengslum við sýna fram á bætta heilsu þátttakenda.

Fylgiskjöl:

Fjölþætt heilsuefling í Reykjanesbæ fyrir eldri aldurshópa 65+ - áfangaskýrsla IV

8. Umhverfisstefna Reykjanesbæjar (2020021391)

Velferðarráð telur æskilegt að í umhverfisstefnunni verði áhersla á aðgengismál fatlaðs fólks.

9. Velferðarvaktin - heimsókn 19. júní 2020 (2020060130)

Velferðarvaktin heimsækir Reykjanesbæ þann 19. júní næstkomandi og er dagskrá í vinnslu.

Lögð fram samantekt um úrræði og athafnir á sviði velferðarmála á Suðurnesjum sem samráðshópur um tillögur að forvörnum á Suðurnesjum í kjölfar Covid-19 hefur tekið saman.

10. Fundargerð Samtakahópsins 14. maí 2020 (2020010330)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgiskjöl:

Fundargerð Samtakahópsins 14. maí 2020

11. Fundargerð öldungaráðs Reykjanesbæjar 28. maí 2020 (2020010010)

Fundargerðin lögð fram.

Velferðarráð fagnar því að haldinn verði annar íbúafundur með heilbrigðisráðherra.

Fylgiskjöl:

Fundargerð 5. fundar öldungaráðs Reykjanesbæjar

12. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2020021149)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.

Fjárhagsaðstoð

Í maí 2020 fengu 135 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 18.077.652,-. Í sama mánuði 2019 fékk 101 einstaklingur greiddan framfærslustyrk.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í maí 2020 fengu alls 226 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.101.858,-. Í sama mánuði 2019 fengu 168 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning.

Áfrýjunarnefnd

Í maí 2020 voru 16 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 13 erindi voru samþykkt og 3 erindum synjað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. júní 2020.