12.08.2020 14:00

389. fundur velferðarráðs, fjarfundur haldinn þann 12. ágúst 2020 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Lovísa N. Hafsteinsdóttir, María Gunnarsdóttir staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Samræmd móttaka flóttafólks (2020021431)

Á fundinn mætti Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála, og kynnti hugmyndir að samstarfi við félagsmálaráðuneytið varðandi nýtt verklag um samræmda móttöku flóttamanna.

Velferðarráð leggur til að gengið verði til samninga við félagsmálaráðuneytið í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.

2. Beiðni um rekstrarstyrk (2020070428)

Fjölskylduhjálp Íslands óskar eftir rekstrarstyrk vegna starfsemi samtakanna í Reykjanesbæ.

Erindi er synjað þar sem umbeðin gögn hafa ekki borist.

3. Aukin þörf á fjárstuðningi til framfærslu (20200070426)

Prestar á Suðurnesjum sendu erindi til allra félagsþjónusta á Suðurnesjum þar sem þeir hvetja sveitarfélög til að hækka framfærslukvarða og létta meira undir með barnafjölskyldum.

Velferðarráð felur sviðsstjóra að skipuleggja áframhaldandi samtal um málið.

Fylgigögn:

Aukin þörf á fjárstuðningi til framfærslu - erindi frá prestum á Suðurnesjum

4. Stjórnsýsluúttekt velferðarsviðs (2020021011)

María Gunnarsdóttir, staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs, fór yfir stöðu málsins.

5. Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (2020080113)

Velferðarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir áhyggjum af aðgengi íbúa að heilsugæslulæknum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Íbúar hafa um nokkurt skeið lýst yfir neikvæðri reynslu sinni sem felst meðal annars í því að löng bið er eftir síma- og læknatímum og virðist staðan vera sú að íbúum sé bent á læknavaktina utan dagvinnutíma. Velferðarráð veltir fyrir sér hvort þetta fyrirkomulag sé í samræmi við læknaþjónustu annars staðar á landinu. Heilbrigðisþjónusta er grunnþjónusta við íbúa þessa lands. Allir landsmenn eiga samkvæmt 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita hverju sinni. Umræða um manneklu og fjárskort sem virðist vera á HSS hefur verið í sviðsljósinu síðustu misseri og vill velferðarráð fá upplýsingar um stöðuna eins og hún er um þessar mundir. Íbúar Reykjanesbæjar og Suðurnesjamenn allir eiga rétt á góðri þjónustu. Heyrst hefur að rúmlega 4.000 íbúar á Suðurnesjum leiti sér læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu sem er áhyggjuefni ef satt reynist. Velferðarráð mun fylgja málinu eftir með fyrirspurn til framkvæmdastjórnar HSS og óska eftir svörum sem allra fyrst.

6. Ársskýrsla og ársreikningur Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 2019 (2020050469)

Ársskýrsla og ársreikningur Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum lögð fram.

Fylgigögn:

Ársskýrsla Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 2019


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. ágúst 2020.