09.09.2020 14:00

390. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 9. september 2020 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Aukin þörf á fjárstuðningi til framfærslu (2020070426)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, gerði grein fyrir málinu.

a. Tillaga um breytingar á kafla 4.5., lið 4.5.1. í reglum um félagslega þjónustu í Reykjanesbæ.

Málið verður unnið áfram á næsta fundi velferðarráðs.

b. Tillaga um breytingar á grunnupphæðum fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins.

Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs.

2. Fjárhagsáætlun 2021 (2020060158)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fór yfir helstu áherslur vegna fjárhagsáætlunar 2021.

Velferðarráð mun halda vinnufund á næstunni vegna vinnu við fjárhagsáætlun.

3. Reglur um félagsþjónustu sveitarfélagsins – ferðaþjónustan (2019120104)

Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður fjölskyldumála, kynnti tillögur að breytingum á 8. grein reglna um félagslega þjónustu í Reykjanesbæ, sem varðar akstursþjónustu fyrir fatlað fólk, í samræmi við breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Velferðarráð felur forstöðumanni fjölskyldumála og sviðsstjóra velferðarsviðs að útfæra tillögurnar nánar og leggja fyrir næsta fund ráðsins ásamt gjaldskrá.

4. Stjórnsýsluúttekt velferðarsviðs (2020021011)

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fór yfir stöðuna út frá áður kynntri tímalínu.

5. Fundargerð öldungaráðs Reykjanesbæjar 27. ágúst 2020 (2020010010)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð 6. fundar öldungaráðs Reykjanesbæjar

6. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2020021149)

Málinu er frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 15. september 2020.