398. fundur

12.05.2021 14:00

398. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 12. maí 2021 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Nýtt hjúkrunarheimili (2019050812)

Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og stuðningsþjónustu velferðarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um byggingu nýs hjúkrunarheimilis.

2. Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar (2019051289)

Ása Eyjólfsdóttir, forstöðumaður öldrunar- og stuðningsþjónustu velferðarsviðs mætti á fundinn og kynnti stöðuskýrslu um samþættingu og samstarf félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar fyrir árið 2020.

Velferðarráð lýsir ánægju með hvernig til hefur tekist með verkefnið og styður áframhaldandi samstarf um þessa þjónustu.

3. Notendaráð fatlaðs fólks (2019051174)

Jón Kristinn Pétursson forstöðumaður Hæfingarstöðvarinnar og starfsmaður notendaráðs fatlaðs fólks mætti á fundinn og kynnti tildrög og hlutverk ráðsins.

4. Endurskipulagning á velferðarsviði (2021020808)

Guðmundur Gunnarsson breytingastjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi endurskipulagningu á velferðarsviði ásamt Heru Ósk Einarsdóttur sviðsstjóra.

5. Félagslegt húsnæði og húsnæðisstuðningur (2021050182)

Lagt fram minnisblað húsnæðisfulltrúa um stöðu félagslegra húsnæðismála og yfirlit gistinátta í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar frá fjölskyldudeild velferðarsviðs.

6. Ársskýrsla og ársreikningur Fjölsmiðjunnar 2020 (2021040106)

Ársskýrsla og ársreikningur Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum fyrir árið 2020 lögð fram.

Fylgigögn:

Ársskýrsla Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 2020

7. Fundargerð öldungaráðs Reykjanesbæjar 6. maí 2021 (2021020791)

Fundargerðin lögð fram.

Velferðarráð tekur undir með öldungaráði um að notendaráð fái tækifæri til að fjalla um gjaldskrá fyrir þjónustu sem varðar þennan málaflokk áður en hún er afgreidd í bæjarstjórn. Ráðið telur að þetta eigi einnig við um notendaráð fatlaðra.

Fylgigögn:

Fundargerð 9. fundar öldungaráðs Reykjanesbæjar

8. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2021010238)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.

Fjárhagsaðstoð

Í apríl 2021 fengu 158 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 24.062.919. Í sama mánuði 2020 fengu 127 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 16.729.244. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 24,4% frá apríl 2020.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í apríl 2021 fengu alls 270 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 3.738.192. Í sama mánuði 2020 fengu 224 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.211.909. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning fjölgar um 20,5% frá apríl 2020.

Áfrýjunarnefnd

Í apríl 2021 voru 9 mál lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 6 erindi voru samþykkt og 3 erindum var synjað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. maí 2021.