13.10.2021 14:00

402. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Skólavegi 1 þann 13. október 2021 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2022-2025 (2021060488)

Bjarney Rós Guðmundsdóttir teymisstjóri ráðgjafa- og virkniteymis, Ólafur Garðar Rósinkarsson verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks og Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis mættu á fundinn.

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs 2022.

2. Fundargerð Samtakahópsins 30. september 2021 (2021010500)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins 30. september 2021
Forvarnardagurinn 2021 - bréf frá samstarfsaðilum forvarnardagsins

3. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2021010238)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram mælaborð og tölulegar upplýsingar.

Fjárhagsaðstoð

Í september 2021 fengu 128 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu hjá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 19.944.928.

Í september 2020 fengu 147 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð og voru alls greiddar kr. 20.683.006.

Sérstakur húsnæðisstuðingur

Í september 2021 fengu alls 277 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals að upphæð kr. 3.805.100.

Í sama mánuði 2020 fengu 232 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.150.289

Áfrýjunarnefnd

Í september voru lögð 12 mál fyrir áfrýjunarnefnd. 8 mál voru samþykkt, 2 synjað og 2 málum frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. október 2021.