- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar, Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis og Aðalheiður Hilmarsdóttir ráðgjafi í atvinnumálum mættu á fundinn og sögðu frá stöðunni í atvinnumálum og árangri vinnumarkaðsaðgerða á Suðurnesjum.
Einnig sátu Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar fundinn í þessu máli.
Samstarf Vinnumálastofnunar og ráðgjafa í atvinnumálum hjá Reykjanesbæ hefur gengið vel og hafa 92 einstaklingar komist út á vinnumarkaðinn í gegnum átakið Hefjum störf.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður velferðarráðs kynnti helstu breytingar er varða velferðarsvið í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2022-2025 á milli fyrri og síðari umræðu í bæjarstjórn en áætlunin var samþykkt í bæjarstjórn í gær.
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi breytingar á barnaverndarlögum sem taka gildi 28. maí 2022 en þær lúta fyrst og fremst að breyttu skipulagi barnaverndar. Samkvæmt lögunum verða barnaverndarnefndir lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar. Umdæmisráðin fara með afmörkuð verkefni í tengslum við meðferð barnaverndarmála þar sem talin er mest þörf á sérhæfðri fagþekkingu í barnavernd. Að öðru leyti fer barnaverndarþjónusta með barnaverndarmál. Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við félagsmálaráðuneytið, mun halda kynningu á breyttri skipan barnaverndar mánudaginn 13. desember 2021.
Fylgigögn:
Breytt skipulag barnaverndar - erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram erindi frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjanesbæ um samstarf um eitt umdæmisráð barnaverndar á Suðurnesjum í kjölfar breytinga á barnaverndarlögum sem taka gildi 28. maí 2022.
Barnavernd Reykjanesbæjar mun vinna málið áfram.
Fundargerðir lagðar fram.
Fylgigögn:
Fundargerð öldungaráðs Suðurnesja 6. september 2021
Fundargerð öldungaráðs Suðurnesja 8. nóvember 2021
Fjárhagsaðstoð
Í nóvember 2021 fengu 149 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 23.261.713. Í sama mánuði 2020 fengu 146 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 21.052.810. Umsækjendum með samþykkta fjárhagsaðstoð hefur fjölgað um 2% milli nóvember 2020 og 2021.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í nóvember 2021 fengu 294 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 4.117.940. Í sama mánuði 2020 fengu 256 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.464.589. Umsækjendum með samþykktan sérstakan húsnæðisstuðning hefur fjölgað um 14.8% milli nóvember 2020 og 2021.
Áfrýjunarnefnd
Í nóvember 2021 voru 18 erindi lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 14 erindi voru samþykkt, 3 erindum var synjað og 1 frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. desember 2021.