- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac, Jónína Sigríður Birgisdóttir, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Ása Eyjólfsdóttir forstöðumaður stuðnings- og öldrunarþjónustu og Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi nýtt hjúkrunarheimili.
Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála mætti á fundinn og kynnti Asset verkefnið sem er samstarfsverkefni nokkurra Evrópuþjóða sem styrkt er af Erasmus+. Reykjanesbær tekur þátt í verkefninu en markmið þess er að þróa og framleiða rafrænt kennsluefni í vísinda- og tæknigreinum fyrir innflytjendur til þess að auka tækifæri þeirra á vinnumarkaði.
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir stöðunni varðandi byggingu íbúða fyrir fatlað fólk að Stapavöllum í Reykjanesbæ.
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir framvindu endurskipulagningar á velferðarsviði.
Lagt fram til kynningar. Velferðarráð mun vinna að endurskoðun á reglum um félagslega þjónustu.
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir mælaborð velferðarsviðs fyrir október og nóvember 2021.
Fylgigögn:
Tölulegar upplýsingar - desember 2021
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð Samtakahópsins 16. desember 2021
Fundargerðir lagðar fram.
Fylgigögn:
Með því að smella hér má skoða fundargerðir neyðarstjórnar á vef Reykjanesbæjar
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. janúar 2022.