409. fundur

13.04.2022 14:00

409. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. apríl 2022 kl. 14:00

Viðstaddir: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður, Friðjón Einarsson, Hrafn Ásgeirsson, Jasmina Vajzovic Crnac og Jónína Sigríður Birgisdóttir.

Guðný Birna Guðmundsdóttir boðaði forföll, Friðjón Einarsson varamaður sat fyrir hana.

Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Sesselja Ósk Stefánsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Sumarstörf fyrir ungmenni með stuðningsþarfir (2022040278)

Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis mætti á fundinn.

Erindinu vísað til bæjarráðs og velferðarráð mælir með því erindið verði samþykkt sem viðauki við fjárhagsáætlun ársins.

2. Sumarúrræði fyrir börn með stuðningsþarfir (2022040277)

Vilborg Pétursdóttir teymisstjóri barna- og fjölskylduteymis mætti á fundinn.

Erindinu vísað til bæjarráðs. Velferðarráð mælir með því að ráðnir verði inn 4 starfsmenn og að erindið verði samþykkt sem viðauki við fjárhagsáætlun ársins.

3. Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð (2022010182)

Farið var yfir tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins.

Velferðarráð óskar eftir því bæjarlögmaður rýni í drögin og að drögin verði lögð fyrir á næsta fundi til samþykktar.

4. Römpum UPP Ísland (2022030779)

Lagt fram bréf frá Römpum UPP Ísland.

Velferðarráð fagnar framkomnu erindi og tekur vel í verkefnið. Velferðarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna áfram að málinu í samstarfi við sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fylgigögn:

Römpum upp Ísland

5. Gildistaka barnaverndarlaga 2022 (2022040280)

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um gildistöku barnaverndarlaga.

6. Starfsáætlun velferðarsviðs 2022 (2021110438)

Starfsáætlun velferðarsviðs 2022 lögð fram til kynningar.

Velferðarráð þakkar vel unna starfsáætlun velferðarsviðs.

7. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2022010091)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram tölfræði og tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í mars 2022.

Tölfræði og tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í mars 2022.

Fjárhagsaðstoð

Í mars 2022 fengu 194 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 32.532.749. Í sama mánuði 2021 fengu 162 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 25.877.908.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í mars 2022 fengu alls 291 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 4.254.285. Í sama mánuði 2021 fengu 273 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.828.062.

Áfrýjunarnefnd

Í mars 2022 voru 25 erindi lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 18 erindi voru samþykkt, 5 erindum var synjað og 2 frestað.

8. Fundargerð Samtakahópsins 17. mars 2022 (2022010186)

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins 17. mars 

9. Upplýsingaöryggisstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2022021198)

Drög að upplýsingaöryggisstefnu Reykjanesbæjar lögð fram. Bæjarráð óskar eftir umsögn um stefnuna.

Velferðarráð lýsir yfir ánægju með upplýsingaöryggisstefnuna og gerir ekki athugasemd við stefnuna.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:05. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 19. apríl 2022.