411. fundur

29.06.2022 13:00

411. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 29. júní 2022 kl. 13:00

Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Bjarney Rut Jensdóttir, Eyjólfur Gíslason, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir.

Birna Ósk Óskarsdóttir boðaði forföll og sat Bjarney Rut Jensdóttir varamaður fundinn í hennar stað.

Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Skipting embætta í velferðarráði (2022060216)

Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 7. júní 2022 voru eftirtaldir kjörnir aðal- og varafulltrúar í velferðarráð kjörtímabilið 2022-2026:

Aðalfulltrúar: Birna Ósk Óskarsdóttir (B), Sigurrós Antonsdóttir (S), Andri Fannar Freysson (B), Rannveig Erla Guðlaugsdóttir (U), Eyjólfur Gíslason (D).

Varafulltrúar: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Linda María Guðmundsdóttir (S), Bjarney Rut Jensdóttir (B), Una Guðlaugsdóttir (U), Unnar Stefán Sigurðsson (D).

Velferðarráð kaus í eftirtalin embætti:

Sigurrós Antonsdóttir var kjörin formaður velferðarráðs.
Birna Ósk Óskarsdóttir var kjörin varaformaður velferðarráðs.
Andri Fannar Freysson var kjörinn ritari velferðarráðs.

Sigurrós Antonsdóttir og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir voru skipaðar fulltrúar í áfrýjunarnefnd velferðarráðs.

2. Erindisbréf velferðarráðs (2022060217)

Erindisbréf velferðarráðs lagt fram.

3. Siðareglur kjörinna fulltrúa (2022060218)

Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða siðareglur kjörinna fulltrúa á vef Reykjanesbæjar

4. Sveitarfélagaskóli Sambands íslenskra sveitarfélaga (2022050257)

Lagðar fram upplýsingar um sveitarfélagaskóla Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er vettvangur með stafrænum námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga.

Fylgigögn:

Sveitarfélagaskólinn - bæklingur

5. Skipulag velferðarsviðs, málaflokkar, verkefni og rekstur (2022060554)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir skipulag velferðarsviðs, málaflokka og helstu verkefni ásamt yfirliti yfir rekstur sviðsins.

6. Starfsáætlun velferðarsviðs 2022 (2021110438)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti starfsáætlun sviðsins fyrir árið 2022.

7. Fundargerð Samtakahópsins 3. maí 2022 (2022010186)

Fundargerðin lögð fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins 3. maí 2022

8. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2022010091)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs lagði fram tölfræði og tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í maí 2022.

Fjárhagsaðstoð

Í maí 2022 fengu 243 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 33.049.917. Í sama mánuði 2021 fengu 162 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 24.723.921.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í maí 2022 fengu alls 303 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 4.364.786. Í sama mánuði 2021 fékk 281 einstaklingur greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.931.688.

Áfrýjunarnefnd

Í maí 2022 voru 23 erindi lögð fyrir áfrýjunarnefnd. 15 erindi voru samþykkt, 5 erindum var synjað og 3 frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarráðs þann 7. júlí 2022.