419. fundur

22.03.2023 14:00

419. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 22. mars 2023 kl. 14:00

Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Birna Ósk Óskarsdóttir, Eyjólfur Gíslason, Rannveig Erla Guðlaugsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir og Jakob Snævar Ólafsson ritarar.

1. Reglur um félagsþjónustu (2022010182)

Ólafur Garðar Rósinkarsson, teymisstjóri í málefnum fatlaðra og Margrét Arnbjörg Valsdóttir deildarstjóri heimaþjónustu mættu á fundinn

a. Ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra

Ólafur Garðar Rósinkarsson, teymisstjóri í málefnum fatlaðra fór yfir drög að reglum um ferðaþjónustu fyrir fatlað og aldrað fólk.

b. Stuðningsþjónusta

Margrét Arnbjörg Valsdóttir deildarstjóri heimaþjónustu og Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs kynntu drög að reglum um stuðningsþjónustu.

Velferðarráð felur starfsfólki velferðarsviðs að vinna reglurnar áfram og leggja fyrir ráðið til afgreiðslu.

2. Málefni flóttafólks – stöðumat (2022020555)

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála og Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar, mættu á fundinn og fóru, ásamt Heru Ósk Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs, yfir stöðu mála varðandi málefni flóttafólks.

3. Okkar heimur - beiðni um styrk (2023030007)

Lögð fram beiðni um stuðning frá Okkar heimi sem er stuðningsúrræði fyrir börn og foreldra/forsjáraðila með geðrænan vanda eða geðsjúkdóma.

Sviðsstjóra velferðarsviðs er falið að vinna málið áfram.

Fylgigögn:

Okkar heimur - kynning
Okkar heimur - fjölskyldusmiðjur

4. Álagsmælingar í velferðarþjónustu – barnavernd (2023020295)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir niðurstöður álagsmælingar sem gerð var meðal starfsmanna barnaverndarþjónustu Reykjanesbæjar í janúar 2023.

5. Fundargerðir Samtakahópsins 16. febrúar og 16. mars 2023 (2023010161)

Fundargerðir lagðar fram.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins 16. febrúar 2023
Fundargerð Samtakahópsins 16. mars 2023
Evrópuvika gegn rasisma - upplýsingar

6. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2023030016)

Lagðar fram tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í febrúar 2022.

Fjárhagsaðstoð

Í febrúar 2023 fengu 365 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, 220 karlar og 145 konur. Fjárhagsaðstoðin var veitt til 88 heimila sem á bjuggu 184 börn. Alls voru greiddar 55.018.424 kr. í fjárhagsaðstoð eða að meðaltali 150.735 kr. pr. einstakling.

Í sama mánuði 2022 fengu 152 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, 106 karlar og 46 konur. Fjárhagsaðstoðin var veitt til 34 heimila sem á bjuggu samtals 88 börn. Alls voru greiddar 24.199.275 kr. í fjárhagsaðstoð eða að meðaltali 159.205 kr. pr. einstakling.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í febrúar 2023 fengu 277 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 4.910.873 kr.

Í sama mánuði 2022 fengu 289 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 4.263.363 kr.

Áfrýjunarnefnd

Í febrúar 2023 var haldinn einn fundur í áfrýjunarnefnd og 5 erindi lögð fyrir nefndina. 4 erindi voru samþykkt, einu erindi var frestað og óskað eftir frekari gögnum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. mars 2023.