423. fundur

08.08.2023 14:00

423. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 8. ágúst 2023 kl. 14:00

Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Birna Ósk Óskarsdóttir, Eyjólfur Gíslason og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Hildigunnur Eir Kristjánsdóttir fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

1. Förum alla leið – samþætt þjónusta í heimahúsum (2023030494)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu mætti á fundinn.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu eftir samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir sem vilja vinna að þróunarverkefnum um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum.

Velferðarráð telur þetta verkefni mjög þarft en Reykjanesbær er nú þegar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um samþættingu stuðningsþjónustu og heimahjúkrunar sem hefur gengið mjög vel. Telur ráðið það hafa forgang að efla það samstarf ásamt áframhaldandi uppbyggingu stuðningsþjónustu sveitarfélagsins og þeirri þróunarvinnu sem því fylgir.

Fylgigögn:

Gott að eldast - heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk

2. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2023030016)

a. Árshlutauppgjör janúar – júní 2023

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir mælaborð fyrir janúar til júní 2023.

b. Minnisblað vegna fjölda barna á fjárhagsaðstoð

Lagt fram minnisblað frá teymisstjóra ráðgjafar- og stuðningsteymis þar sem fram koma leiðréttar upplýsingar um fjölda barna sem eiga foreldra á fjárhagsaðstoð það sem af er árinu 2023.

Eftirfarandi eru réttar tölur:

Í janúar var fjöldi barna 111 á 60 heimilum.
Í febrúar var fjöldi barna 133 á 68 heimilum.
Í mars var fjöldi barna 142 á 67 heimilum.
Í apríl var fjöldi barna 136 á 65 heimilum.
Í maí var fjöldi barna 117 á 56 heimilum.

Tölfræði og tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í júní og júlí 2023:

Fjárhagsaðstoð

Júní

Í júní 2023 fengu 309 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 43.860.489 eða að meðaltali kr. 141.943.

Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð kr. 28.108.249 samkvæmt 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Í sama mánuði 2022 fékk 261 einstaklingur greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 39.480.2019 eða að meðaltali kr. 151.265,-

Fjöldi barna voru 88 á 43 heimilum.

Júlí (birt með fyrirvara)

Í júlí fengu 338 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 44.758.791 eða að meðaltali kr. 132.422.

Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð kr. 29.797.544 samkvæmt 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Í sama mánuði 2022 fengu 227 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 32.490.578 eða að meðaltali kr. 143.130.

Fjöldi barna voru 110 á 50 heimilum.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Júní

Í júní fengu alls 275 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 6.321.890. Í sama mánuði 2022 fengu 279 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.774.288.

Júlí

Í júlí fengu alls 285 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 6.056.380. Í sama mánuði 2022 fengu 280 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 3.942.673.

Áfrýjunarnefnd

Júní

Í júní voru haldnir 2 fundir í áfrýjunarnefnd og 16 erindi lögð fyrir nefndina, 10 erindi samþykkt, 1 frestað og 5 synjað.

Júlí

Í júlí var haldinn 1 fundur í áfrýjunarnefnd og 5 erindi lögð fyrir nefndina, 4 erindi samþykkt og 1 erindi synjað.

3. Störf með styrk (2023080078)

Samhliða vinnumarkaðsúrræði stjórnvalda, „Hefjum störf“ árið 2021 var jafnframt farið í að efla ráðningarstyrki fyrir flóttafólk og hefur verkefnið verið unnið í samstarfi Reykjanesbæjar og Vinnumálastofnunar. Verkefnið hefur gengið vel.

4. Fjárhagsáætlun 2024 - undirbúningur (2023080020)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir undirbúningi vegna fjárhagsáætlunar 2024.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 22. ágúst 2023.