426. fundur

09.11.2023 13:00

426. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. nóvember 2023 kl. 13:00

Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Birna Ósk Óskarsdóttir, Eyjólfur Gíslason og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Íslenska æskulýðsrannsóknin og forvarnir (2023100194)

Hafþór B. Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætti á fundinn og kynnti íslenska forvarnarmódelið og það sem er verið að gera í forvarnarmálum í Reykjanesbæ. Auk þess fór hann yfir helstu niðurstöður grunnskólakönnunar íslensku æskulýðsrannsóknarinnar í Reykjanesbæ.

2. Félagslegt húsnæði og húsaleiga (2023110104)

Pálmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fasteigna Reykjanesbæjar og Íris Andrea Guðmundsdóttir, skrifstofu- og þjónustufulltrúi, mættu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi félagslegt húsnæði hjá Reykjanesbæ.

3. Málefni fólks á flótta (2022020555)

Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar, mætti á fundinn og fór, ásamt Heru Ósk Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs, yfir stöðuna í málefnum flóttafólks og stöðu aðgerðaáætlunar vegna dvalar umsækjenda um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ á vegum Vinnumálastofnunar.

Velferðarráð vísar í bókun frá 424. fundi ráðsins.

4. Mælaborð og tölulegar upplýsingar (2023030016)

Tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í október 2023 lagðar fram (birt með fyrirvara, tölur teknar út 6. nóvember).

Framfærsla

Í október fengu 290 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 39.052.837 eða að meðaltali kr. 134.665.

Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð kr. 22.126.820 samkvæmt 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Í sama mánuði 2022 fengu 313 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 46.666.153 eða að meðaltali kr. 149.093.

Fjöldi barna voru 101 á 48 heimilum.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í október fengu alls 307 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 6.592.570. Í sama mánuði 2022 fengu 294 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 5.134.060.

Áfrýjunarnefnd

Í október var haldinn 1 fundur í áfrýjunarnefnd og 8 erindi lögð fyrir nefndina, 5 erindi samþykkt og 3 synjað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. nóvember 2023.