427. fundur

14.12.2023 13:00

427. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. desember 2023 kl. 13:00

Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Birna Ósk Óskarsdóttir, Eyjólfur Gíslason og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir.

Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Halldóra Mjöll Ingiþórsdóttir fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

1. Þjónustuúrræði Vinnumálastofnunar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd (2023070123)

Velferðarráð heimsótti þjónustuúrræði Vinnumálastofnunar fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú og kynnti sér starfsemina. Þar er um að ræða móttöku- og þjónustumiðstöð, húsnæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga auk Klúbbsins virknimiðstöðvar og Friðheima sem staðsett eru í húsnæði gamla Officera-klúbbsins.

Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og hlakkar til að fylgjast með þróun starfseminnar í Klúbbnum og starfs Vinnumálastofnunar í málaflokknum.

2. Samræmd móttaka flóttafólks - samningur (2022020555)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Ásta Kristín Guðmundsdóttir, teymisstjóri alþjóðlegrar verndar, fóru yfir vinnu við nýjan samning milli félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Reykjanesbæjar um samræmda móttöku flóttafólks.

3. Forvarnarstarf lögreglunnar á Suðurnesjum (2023120177)

Kristján Freyr Geirsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum mætti á fundinn og kynnti forvarnarstarf lögreglunnar sem snertir á mörgum málefnum, m.a. umferðaröryggi, fíkniefnamálum og ofbeldismálum. Lögreglan fer m.a. í grunnskóla og leikskóla með forvarnarfræðslu og er í góðu samstarfi við ýmsa aðila, m.a. velferðarsvið og íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar.

Velferðarráð þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með það góða forvarnarstarf sem er unnið hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem þykir einstakt á landsvísu og undirstrikar mikilvægi þess að samvinna um öflugt forvarnarstarf haldi áfram, má þar til dæmis nefna verkefnið Öruggari Suðurnes.

4. Tölulegar upplýsingar (2023030016)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs kynnti uppgjör velferðarsviðs fyrir janúar-október 2023 og framtíðarsýn til 2030.

Tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í nóvember 2023 lagðar fram.

Framfærsla

Í nóvember fengu 273 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, alls voru greiddar kr. 36.651.294 eða að meðaltali kr.134.253.

Sveitarfélagið fær endurgreiðslu frá ríkinu að upphæð kr. 19.424.207 samkvæmt 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Í sama mánuði 2022 fengu 336 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð, alls voru greiddar kr. 48.303.728 eða að meðaltali kr. 143.761.

Fjöldi barna voru 90 á 42 heimilum.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í nóvember fengu alls 329 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals kr. 6.753.012. Í sama mánuði 2022 fengu 285 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning, samtals kr. 5.071.625.

Áfrýjunarnefnd

Í nóvember voru haldnir 2 fundir í áfrýjunarnefnd og 20 erindi lögð fyrir nefndina, 10 erindi samþykkt, 9 erindum synjað og 1 frestað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 9. janúar 2024.