447. fundur

09.10.2025 13:00

447. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Grænásbraut 910 þann 9. október 2025 kl. 13:00

Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Birna Ósk Óskarsdóttir og Eyjólfur Gíslason.

Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Ásta Kristín Guðmundsdóttir boðaði forföll.

1. Félagslegt húsnæði - eignasafn, biðlisti og biðtími eftir úthlutun (2025020341)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir upplýsingar um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjanesbæ.

2. Reglur um fjárhagsaðstoð – tillaga til breytingar (2022010182)

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, lagði fram tillögu til breytingar á reglum Reykjanesbæjar um fjárhagsaðstoð þar sem tekið skuli sérstakt tillit til barna og þátttöku þeirra í þroskandi félags- og tómstundastarfi á meðan forsjáraðilar þeirra fá fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ.

Velferðarráð samþykkir breytingarnar.

3. Akstursþjónusta leikskólabarna - endurskoðun á reglum (2022010182)

Ólafur Garðar Rósinkarsson, verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks, mætti á fundinn og lagði fram tillögu að breytingu á reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks er varðar akstursþjónustu leikskólabarna.

Velferðarráð samþykkir breytinguna.

4. Ferðaþjónusta utan sveitarfélagsins (2022010182)

Ólafur Garðar Rósinkarsson, verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks, mætti á fundinn og lagði fram tillögur að útfærslum á gjaldtöku fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks í vinnu og/eða tómstundir utan sveitarfélagsins. Einnig var lögð fram tillaga að breytingu á reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks þar að lútandi.

Velferðarráð telur að tillaga 2 sé besti kosturinn og leggur til að hún verði samþykkt og breytingar gerðar á reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks í samræmi við það. Málinu er vísað til bæjarráðs.

5. Frumvarp til laga um brottfararstöð - drög til umsagnar í samráðsgátt (2025010342)

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis fór yfir málið.

Velferðarráð felur teymisstjóra virkni- og ráðgjafarteymis og sviðsstjóra velferðarsviðs að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda

6. Frumvarp til laga um öryggisráðstafanir samkvæmt dómsúrlausn - drög til umsagnar í samráðsgátt (2025010342)

Ólafur Garðar Rósinkarsson, verkefnastjóri í málefnum fatlaðs fólks, mætti á fundinn og fór yfir málið.

Velferðarráð felur verkefnastjóra í málefnum fatlaðs fólks og sviðsstjóra velferðarsviðs að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda

7. Fjárhagsaðstoð og sérstakur húsnæðisstuðningur - tölulegar upplýsingar (2025020181)

Tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í september 2025 lagðar fram.

Fjárhagsaðstoð

Í september 2025 fengu 125 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 21.562.498 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 172.500 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð voru 48.

Í sama mánuði 2024 fengu 227 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 38.158.432 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali 168.099 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð voru 68.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í september 2025 fengu 283 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Samtals voru greiddar 6.863.067 kr.

Í sama mánuði 2024 fengu 268 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 6.806.522 kr.

Áfrýjunarnefnd

Í september 2025 var haldinn 1 fundur í áfrýjunarnefnd og 13 erindi lögð fyrir nefndina. 11 erindi voru samþykkt, 1 erindi frestað og 1 erindi synjað.

8. Fjárhagsáætlun 2026 (2025060320)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu og Guðlaug Anna Jónsdóttir, deildarstjóri heima- og stuðningsþjónustu, mættu á fundinn og lögðu fram tillögu að gjaldskrá öldrunar- og stuðningsþjónustu fyrir árið 2026.

Velferðarráð tekur vel í tillöguna og felur teymisstjóra öldrunar- og stuðningsþjónustu og deildarstjóra heima- og stuðningsþjónustu að vinna málið áfram.

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir stöðu mála varðandi fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2026.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:59. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 21. október 2025.