- Þjónusta
- Velferð og stuðningur
- Menntun og fræðsla
- Skipulags-, bygginga- og umhverfismál
- Íþróttir og tómstundir
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- Mitt Reykjanes
Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Bjarney Rut Jensdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson.
Að auki sátu fundinn Guðdís Malín Magnúsdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Birna Ósk Óskarsdóttir boðaði forföll og sat Bjarney Rut Jensdóttir fundinn í hennar stað.
Eyjólfur Gíslason boðaði forföll og sat Unnar Stefán Sigurðsson fundinn í hans stað.
Karen Ósk Lúthersdóttir boðaði forföll og sat Guðdís Malín Magnúsdóttir fundinn í hennar stað.
Kristjana Margrét Snorradóttir og Þórdís Halla Jónsdóttir ráðgjafar hjá Björginni kynntu starfsemina. Björgin – geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði og athvarf fyrir fólk sem glímir við geðheilsuvanda. Fjöldi þeirra sem leita ráðgjafar og sækja þjónustu í Björgina er mikill og er um að ræða mjög þarft úrræði fyrir Suðurnesin. Þjónusta Bjargarinnar skiptist í tvær leiðir, endurhæfingarúrræði sem býður upp á einstaklingsmiðaða endurhæfingu og athvarf sem er fyrir einstaklinga sem koma á eigin forsendum. Starfsemin miðar að því að hjálpa einstaklingum til sjálfshjálpar og er einnig boðið upp á ráðgjöf, eftirfylgd, fyrirlestra og námskeið.
Velferðarráð þakkar fyrir góðar móttökur og kynningu á starfsemi Bjargarinnar.
Drög að III. viðauka við þjónustusamning milli félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Vinnumálastofnunar og Reykjanesbæjar um samræmda móttöku flóttafólks lögð fram.
Velferðarráð felur Heru Ósk Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna málið áfram.
Fylgigögn:
Úttekt á samræmdri móttöku flóttafólks - Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, lagði fram drög að uppfærðum reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjanesbæ.
Lagt fram til kynningar. Reglurnar verða lagðar fram til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2026. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2026-2029 fer til fyrri umræðu í bæjarstjórn 18. nóvember.
Gunnhildur Gunnarsdóttir og Karítas Lára Rafnkelsdóttir, starfsfólk Hlýjunnar, mættu á fundinn og kynntu úrræðið, sem er ný gjaldfrjáls þjónusta, staðsett í Tómstundamiðstöð Reykjanesbæjar að Hafnargötu 88. Hlýjan hefur það að markmiði að efla vellíðan, sjálfsstyrk og félagslega færni ungs fólks, óháð aðstæðum þess. Hlýjan býður upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu fyrir börn og ungmenni á aldrinum 13 til 18 ára í Reykjanesbæ.
Velferðarráð fagnar því að röddum ungmenna í Reykjanesbæ hafi verið svarað og þakkar starfsfólki Hlýjunnar fyrir frumkvæðið.
Fundargerðin lögð fram.
Fylgigögn:
Fundargerð 23. fundar öldungaráðs Reykjanesbæjar 13. október 2025
Tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í október 2025 lagðar fram.
Fjárhagsaðstoð
Í október 2025 fengu 140 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ.
Alls voru greiddar 25.528.769 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 122.348 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 44.
Í sama mánuði 2024 fengu 236 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 39.138.823 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali kr. 165.842 á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 59.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Í október 2025 fengu 279 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Samtals voru greiddar 6.473.585 kr.
Í sama mánuði 2024 fengu 267 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 6.830.657 kr.
Áfrýjunarnefnd
Í október 2025 var haldinn 1 fundur í áfrýjunarnefnd og 9 erindi lögð fyrir nefndina. 8 erindi voru samþykkt, 2 erindum synjað. Fjöldi afgreiðslna var 10 þar sem eitt erindanna var tvíþætt.
Mælaborð velferðarsviðs fyrir janúar-september 2025 lagt fram.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:13. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. nóvember 2025.