449. fundur

11.12.2025 13:00

449. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 11. desember 2025 kl. 13:00

Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Birna Ósk Óskarsdóttir og Eyjólfur Gíslason.

Að auki sátu fundinn Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Nesvellir - þjónustumiðstöð (2023070388)

Margrét Arnbjörg Valsdóttir, teymisstjóri öldrunar- og stuðningsþjónustu, sýndi fulltrúum í velferðarráði mögulega framtíðaraðstöðu sameinaðra dagdvala. Einnig gerði hún grein fyrir breyttu samstarfi við Hrafnistu varðandi rekstur og starfsemi í þjónustumiðstöðinni að Nesvöllum.

2. Samræmd móttaka flóttafólks – viðauki við samning (2022020555)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir stöðu málsins.

Velferðarráð samþykkir III. viðauka þjónustusamnings milli félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Vinnumálastofnunar og Reykjanesbæjar, um samræmda móttöku flóttafólks.

Velferðarráð tekur eftir stefnubreytingu varðandi samsetningu íbúa í sveitarfélaginu eftir að samningum um alþjóðlega vernd var sagt upp. Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með að Vinnumálastofnun hafi sagt upp samningi við Reykjanesbæ um Friðheima. Velferðarráð óskar eftir fundi með Vinnumálastofnun, félags- og húsnæðismálaráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu varðandi framtíðarsýn þeirra í málefnum flóttafólks og áhrif þess á sveitarfélagið. Ráðið telur það samráðsleysi sem verið hefur í málaflokknum óásættanlegt og er brýnt að bæta þar úr.

3. Reglur um félagslegt húsnæði - endurskoðun (2022010182)

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, lagði fram lokadrög að reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjanesbæ.

Velferðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til yfirlestrar bæjarlögmanns.

4. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning - endurskoðun (2022010182)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir leiðbeiningar félags- og húsnæðismálaráðuneytinu fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðning og lagði til að Reykjanesbær endurskoði reglur sveitarfélagsins um sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við leiðbeiningarnar.

Velferðarráð samþykkir að farið verði í endurskoðun á reglunum. Sviðsstjóra velferðarsviðs og teymisstjóra virkni- og ráðgjafarteymis er falið að vinna málið áfram og leggja uppfærðar reglur fram á næsta fundi ráðsins.

Fylgigögn:

Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings

5. Fjárhagsaðstoð og sérstakur húsnæðisstuðningur - tölulegar upplýsingar (2025020181)

Tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í nóvember 2025 lagðar fram.

Fjárhagsaðstoð

Í nóvember 2025 fengu 184 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ.

Alls voru greiddar 32.999.122 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 179.353 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð voru 39.

Í nóvember 2024 fengu 195 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 31.619.668 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali 162.152 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð voru 59.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í nóvember 2025 fengu 282 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Samtals voru greiddar 6.507.763 kr.

Í sama mánuði 2024 fengu 268 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 6.763.854 kr.

Áfrýjunarnefnd

Í nóvember 2025 voru haldnir 2 fundir í áfrýjunarnefnd og 12 erindi lögð fyrir nefndina. 7 erindi voru samþykkt og 5 erindum var synjað.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:21. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. desember 2025.