450. fundur

15.01.2026 13:00

450. fundur velferðarráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Nesvöllum þann 15. janúar 2026 kl. 13:00

Viðstaddir: Sigurrós Antonsdóttir formaður, Andri Fannar Freysson, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Bjarney Rut Jensdóttir og Eyjólfur Gíslason.

Að auki sátu fundinn Karen Ósk Lúthersdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Birna Ósk Óskarsdóttir boðaði forföll og sat Bjarney Rut Jensdóttir fundinn í hennar stað.

1. Reglur um notendasamninga (2024030016)

Ólafur Garðar Rósinkarsson, verkefnastjóri í málefnum fatlaðra, mætti á fundinn og fór yfir helstu breytingar sem lagt er til að gerðar verði á reglum Reykjanesbæjar um beingreiðslusamninga. Í reglunum er kveðið á um útfærslu á þjónustu sem sveitarfélögum er skylt að veita, sbr. 28. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 10. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Velferðarráð samþykkir reglurnar með fyrirvara um að 10. mgr. 8. gr. verði felld niður.

2. Reglur um ferðaþjónustu utan sveitarfélagsins (2022010182)

Ólafur Garðar Rósinkarsson, verkefnastjóri í málefnum fatlaðra, mætti á fundinn og kynnti stöðuna á vinnu við breytingar á reglum um ferðaþjónustu utan sveitarfélagsins.

3. Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd – áhrif uppsagnar samnings (2024100122)

Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis, gerði grein fyrir málinu.

Velferðarráð lýsir miklum vonbrigðum með synjun Vinnumálastofnunar á endurgreiðslukröfu vegna uppgjörs í tengslum við uppsögn þjónustusamnings um þjónustu við alþjóðlega vernd. Að mati ráðsins er synjunin ekki í samræmi við þá ábyrgð og þær skuldbindingar sem leiddu af uppsögn samningsins, né þann kostnað sem sveitarfélagið varð fyrir vegna leigu, viðgerða, flutningskostnaðar og launauppgjörs. Ráðið telur brýnt að málið verði tekið til endurskoðunar og óskað hefur verið eftir sundurliðuðu svari við kröfu Reykjanesbæjar.

4. Starfsáætlun velferðarsviðs 2025 - niðurstaða (2025010427)

Málinu er frestað til næsta fundar ráðsins.

5. Mælaborð velferðarsviðs (2025020180)

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs fór yfir uppgjör ársins 2025.

6. Fjárhagsaðstoð og sérstakur húsnæðisstuðningur - tölulegar upplýsingar (2025020181)

Tölulegar upplýsingar vegna fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings í desember 2025 lagðar fram.

Fjárhagsaðstoð

Í desember 2025 fékk 161 einstaklingur greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ.

Alls voru greiddar 23.724.869 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 147.359 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 43.

Í desember 2024 fengu 189 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 32.134.528 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali 170.024 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð voru 53.

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Í desember 2025 fengu 280 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Samtals voru greiddar 6.428.568 kr.

Í sama mánuði 2024 fengu 268 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 6.666.436 kr.

Áfrýjunarnefnd

Í desember 2025 voru haldnir 2 fundir í áfrýjunarnefnd og 10 erindi lögð fyrir nefndina. 6 erindi voru samþykkt og 4 erindum var synjað.


Gert var fundarhlé kl. 13:50 vegna opnunar hjúkrunarheimilis Hrafnistu að Nesvöllum, en fulltrúar velferðarráðs ásamt starfsfólki voru viðstödd opnunina.
Fundur settur aftur kl. 15:25.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:48. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. janúar 2026.