Aðaltorg - breyting á aðalskipulagi

Aðaltorg - breyting á aðalskipulagi

Sveitarfélagið Reykjanesbær kynnir lýsingu við breytingartillögu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2020 - 2035. Breytingin felst í því að stækka landnotkunarreit Miðsvæði 12 (M12) til norðurs og austurs um 4,25 ha og auka heildarbyggingarmagn í 100.000 m² með heimild fyrir 450 íbúðum. Með breytingu þessari mun nýtingarhlutfall fara úr 0.2 í 0.6. Fyrirhuguð stækkun tekur til skipulagssvæða M12 og OP9 norðan Aðalgötu, austan við Reykjanesbraut og vestan við Heiðarskólahverfi (ÍB1). Farið verður inn á opið svæði OP9 um 4,25 ha og miðsvæði (M12) verður 16,3 ha.

Nánari gögn eru á vef sveitarfélagsins og í skipulagsgátt skipulagsstofnunar.

Umsagnir berist á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is eða https://skipulagsgatt.is mál nr. 346/2024

Skipulags og matslýsing